Um tölur ársins 2012

Eftir Shiv Charan Singh

Tölur ársins eru annars vegar þversumman af öllu árinu og hins vegar bara af seinustu 2 tölunum.  Hér að neðan er svo stutt heildaryfirlit og heilræði fyrir árið.

2012: Þversumman af 2012 = 2+0+1+2= 5

Og svo bara af seinnihlutanum – 12: 1+2= 3

Fyrst um 3 (1 + 2)
Þema: jafnræði, virðing, að meta aðra að verðleikum, framkvæmdir.
Áherslan verður á að hafa rétt jafnvægi á umhyggju fyrir sjálfum sér og að virða sjálfan sig.

Vandamálin gætu stafað frá tölunni 2 í 12.
Miðað við efnahagsvandann í samfélaginu þá gæti þetta þýtt þunglyndi, fátækt, fátæktarhugsun. Það getur líka táknað að leyfa fátæktarhugsun og reiði að hafa lausan tauminn (eða ekki).  Og sviðið er 1. orkustöðin – að lifa af – frumkrafturinn.

Tillaga fyrir þetta ár er að endurskoða merkingu tilfinningarinnar SORG.
Mín túlkun er þessi: “Sadness is not badness”.  Hver er þín endurtúlkun.
Ég sting upp á allsnægtamöntrum / hugleiðslum eins og: Har Har Har Har Gobinde.

2012= 5 ( 2+0+1+2).

Þema: Sambönd, jafnvægi, viðsnúningur, mótsagnir, fórn, breytingar, skipti.  Þetta er tími þar sem getur orðið viðsnúningur á atburðum / hlutum. Ekki bara í tíma og rúmi heldur líka í meðvitund. Skyndilegur viðsnúningur þar sem hlutir verða allt í einu andstæðan við það sem þeir voru áður.  5 stendur meðal annars fyrir sjálfstillandi tilfinningakrafta.

Hér kemur heildaryfirlit yfir árið 2012:
Kallaðu á hugrekki til að iðka allt það sem þú hefur lært.
Stattu bein-n fyrir framan spegilinn með þetta sama hugrekki.
Lærðu að meta allt sem þú sérð speglast þar.
Láttu það færa þér gagnsæi og nýtt jafnvægi.
Og megi ljós þitt breiðast út um heiminn.”

Að lokum er hér tilvitnun í Yogi Bhajan:
“Hvað á ég að gera? Þú veist nú þegar hvað þú átt að gera.  Ekki spyrja þannig. Það eru þínar veikustu stundir. Af því þú ert að opna geð þitt fyrir utanaðkomandi áhrifum –  og hleypa óvinum þínum að þér. Þú ert að búa til sprungu.” Yogi Bhajan.
“What should I do?” You already know what you should do. Don’t ask that. That is your weakest moment, because in your psyche you are allowing penetration. You are leaving enemies a way to get in. You are making a crack.
© The Teachings of Yogi Bhajan, July 11, 1984

 

Shiv Charan Singh; leiðir kennaranám í Kundalini jóga sem hefst í mars 2012.  Hann er eftirsóttur kennari og andlegur ráðgjafi, og rekur Karamkriya skólann sem sér um þjálfun Kundalini jógakennara og Karam kriya ráðgjafa (ráðgjafa í hagnýtri talnaspeki). Hann heldur námskeið og þjálfar kennara víðsvegar í heiminum. Shiv er búsettur í Portúgal í jógamiðstöðinni Quinta Do Rajo, ásamt konu sinni Satya Kaur og eiga þau þrjá syni og eitt barnabarn.

www.karamkriya.eu / www.quinta-do-rajo.pt