Barnajóga

Andartak býður upp á jógastundir / jóganámskeið fyrir krakka. Mömmur og pabbar velkomin

Afmæli / námskeið fyrir leikskóla / námskeið í Andartaki ef næg þátttaka næst

Skemmtileg stund fyrir hressa krakka og tækifæri fyrir mömmur og pabba að eiga gæðastund með börnunum sínum

Við förum í jógaleiki, segjum skemmtilega sögu og leikum hana með jógastöðum. Æfum okkur í að einbeita okkur og gerum hugleiðslu sem er sérstaklega fyrir krakka.

 

Jóga er styrkjandi, eykur einbeitingu og sjálfstraust, kennir okkur að hlusta á líkamann og skilja betur hvernig okkur líður.

Kennarar: Helga Arnalds og Guðrún Darshan

Hægt er að panta barnajóga fyrir leikskóla, skóla, barnaafmæli og barnaskemmtanir

“If you want to be sane, you have to do two things every day: Sweat and laugh” Yogi Bhajan