Umsagnir nemenda

IMG_0431Ég fór í námið til að öðlast meiri þekkingu á jóga en námið gaf mér svo miklu meira en það. Námið breytti lífi mínu á margan hátt, það gaf mér aukið öryggi og kjark til að eltast við drauma mína og vera sönn sjálfri mér, líka þegar á móti blæs. Auk þess hef ég öðlast aukið andlegt þol, innra jafnvægi og traust til mín, annarra og lífsins. Einnig hafa þau tengsl sem mynduðust við samnemendur og kennara í gegnum námið verið algjörlega ómetanleg.
Ásta Soffía Ástþórsdóttir, verkefnastjóri við Háskóla Íslands

Kundalini-jóganámið er ekki bara besta heldur stærsta gjöfin sem ég hef gefið sjálfri mér. Ég fór í mikla sjálfskoðun og komst í miklu betra samband við sjálfa mig. Lærði að horfa á lífið á jákvæðari hátt sem gaf mér aukið aukið sjálfraust og þor til að takast á við nýja hluti. Í dag er miklu glaðri og í betri tengingu við sjálfa mig og umburðalyndari gagnvart sjálfri mér og öðrum. Kennararnir eru mjög metnaðarfullir, hvetjandi og leggja sig fram um að fá það besta frá hverjum og einu nemanda.
Íris Másdóttir, jógakennari

Stöðug ástundun og iðkun kundalini jóga í heilan vetur á meðan á náminu stóð var mögnuð lífsreynsla. Krefjandi og nærandi, framandi og ögrandi sjálfsvinna er það sem stendur upp úr og stendur með mér. Mig langar í meira og myndi fara aftur ef ég gæti.
Svana Pálsdóttir, verkefnastjóri

IMG_0281Þegar ég skráði mig í kennaranámið í kundalini hafði ég ekki hugmynd um hvað ég var að fara út í. Ég henti mér í djúpu laugina og sé ekki eftir því. Ég hef í þessu árs námi upplifað andlega vakningu, er meira í tengslum við sjálfa mig, öðlast meiri kyrrð í sálartetrinu og hugur sál og líkami vinna betur saman. Ég hef kynnst ótrúlegum manneskjum sem eru á sömu vegferð og ég. Þvílik umbreyting að lifa í núinu og njóta staðar og stundar. Ég mæli með þessari vegferð fyrir alla þá sem finnst vanta punktinn yfir iið í hversdagsleikann. Gott utanumhald er í náminu og krefjandi áskoranir fylgdu út veturinn. Að stíga út fyrir þægindarammann hefur verið mitt gæfuspor.
Olga Zoega, leiðsögumaður

Ég hafði verið að stunda kundalini jóga í nokkur ár þegar ég lét verða að því að fara í kennaranámið. Ekki endilega til að verða kennari heldur meira til að dýpka kunnáttu jógafræðanna og jafnvel að læra eitthvað meira um sjálfa mig líka, styrkja mig og bæta. Fékk þetta allt saman og svo miklu meira. Þetta nám hefur gefið mér meira sjálfstraust og opnað augun mín fyrir að allt er mögulegt. Það var yndislegt að kynnast Guðrúnu Darshan sem er hafsjór af fróðleik og leggur sig alla fram við að veita nemendum sínum alla þá hjálp og stuðning sem þeir þurfa, og einnig hina kennarana sem voru hver öðrum magnaðari. Og síðast en ekki síst þá eignaðist ég dýrmætar vinkonur þarna og á alltaf þessar minningar um yndislegt fólk og nærandi og gefandi tíma. Ég mæli með að allir gefi sér svona nám í gjöf.
Guðrún Sigríður Grétarsdóttir, móðir og jógakennari

Það að hafa tekið kundalini kennaranámið er allra besta og fallegasta gjöf sem ég hef gefið sjálfri mér. Ég fékk tækifæri til þess að skilja það að þrátt fyrir að lífið sé búið að gefa mér allskonar áskoranir þá á einhverjum tímapunkti varð ég að komast út úr hlutverki barnsins, sem gat stólað á aðra og bent á alla hina án þess að taka ábyrg og yfir í hlutverk fullorðins einstaklings sem tekur við þeim áskorunum sem lífið er að færa mér, læra af þeim og finna gjöfina sem mér var gefið þegar ég fæddist. Ég sé það og skil það að það er ekki neinn annar sem getur lagað það sem þarf að laga nema bara ég. Ég skil það að það er ég sem er leiðtogi í mínu lífi, ég ræð hvert ég fer. Hvort sem það er í burtu frá gjöfinni minni, í átt að biturleika og óhamingju eða í átt að gjöfinni minni og sé að það er ástæða fyrir öllu, ég þarf bara að taka áskorunni og halda áfram.

Ég er þakklát fyrir það að hafa fengið tækifæri á því að hafa fengið Guðrúnu Darshan inn í mitt líf, að ég fékk tækifæri á því að ala mig upp á nýtt og fengið hennar leiðsögn til þess.

Í kennaranáminu þá sá ég að ég var búin að draga frá gardínurnar inn í mjög rykugu og óhreinu herbergi, ég fékk tæki og tól til þess að halda áfram að þrífa. Mig langar aldrei aftur að draga fyrir þessar gardínur, ég skil að ég get alltaf gert betur og kemst alltaf dýpra og dýra inn í mína vegferð. Ég hélt einu sinni að það væri ekki minn lúxus að fá að upplifa hamingjuna, en núna skil ég að það er bara ein manneskja sem getur gert mig hamingjusama. Ég þarf ekkert að gera eða fara. Ég þarf bara að vera og finna, treysta og trúa.

Leiðin frá höfði og niður í hjarta er kannski ekki löng í sentimetrum en það getur tekið mörg ár til þess að komast þangað. Kennaranámið gaf mér leiðarvísirinn þangað, það gaf mér vegarvísir í gegn um lífið. Það ýtti mér út úr þægindarammanum mínum, þar sem ég var hrædd, óörugg og umvafin í ótta. Það gaf mér líf og það gaf fólkinu í kring um mig nýtt líf, því ég er ekki sama manneskja í dag og ég var áður.

Ég er þakklát fyrir að hafa valið að taka við þessum kafla í mínu lífi. Ég skil að það er bara ég sem get gert það sem ég þarf að gera svo að ég verði hamingjusöm.

Rósa Björk Árnadóttir

Það var fábær ákvörðun að fara í þetta nám. Ég kynntist sjálfri mér upp á nýtt, með tækni í aga og sjálfrækt. Það tókst með hjálp góðra kennara og yogasystra. Núna er ég orkumeiri, öruggari með mig og þori að takast á við nýjar áskoranir. 
Ásta Sigrún Gylfadóttir Íþróttafræðingur

Ég mæli heilshugar með kundalini jógakennara náminu. Ég tók námið 2018-2019. Það er vel haldið utanum þáttakendur, frábærir kennarar og yndisleg upplifun í alla staði, þó það reyni vel á. Guðrún Darshan er frábær jógakennari sem styður og heldur fallega og fagmannlega utanum nemendur. Mér fannst námið auðgandi, spennandi og það dýpkaði ástundun mína. Ég lærði hvað það getur verið nærandii að vera og læra í kvennahóp.
Guðríður Elva Pálmarsdóttir, sjúkraliði

“Upplyftandi, nærandi, krefjandi og alltumlykjandi upplifun. Myndi svo gjarnan endurtaka þetta allt aftur.”
Rannveig Ármannsdóttir, kennari

Jógakennaranámið er ein sú besta gjöf sem ég hef gefið mér, hjartað er fullt af þakklæti. Yogi Bhajan sagði: „Líkaminn er hof, hugsaðu vel um hann. Hugurinn er orka, stilltu hana. Sálin er útgeislun, stattu á bakvið hana.“ Þegar ég byrjaði í jógakennaranáminu hafði stundað jóga í mörg ár, en ég hafði aldrei farið í Kundalini jógatíma. Þegar ég var búin að vera í náminu í tvo mánuði þá fór ég að finna áhrifin. Ég fór að vera meira hér og nú í núvitund og hef náð að virkja hlutlausa hugann. Það sem Kundalini jóga hefur fram yfir annað jóga sem ég hef stundað er hvernig Kundalini tengir saman líkamann, hugann og sálina.
Anna Elínborg Gunnarsdóttir, fjármálastjóri

Kennaranámið í Kundalini jóga voru mín fyrstu skref í átt að meðvitaðri lífstíl. Það var ótrúlega áhugavert að kynnast öllum kennurunum sem miðluðu af sinni miklu reynslu á svo mannlega hátt. Ég er auðvitað alltaf að læra eitthvað nýtt, maður er aldrei búinn, en það er einmitt svo skemmtilegt. Kundalini jóga er gjörsamlega óþjótandi viskubrunnur sem virkar oft fyrir mig eins og eina haldreipið þegar að allt virðist ætla að fara á hvolf í kringum mig. Lognið í storminum.
Sigrún Halla Unnarsdóttir, hönnuður

Ég þakka sjálfri mér á hverjum degi að hafa gefið mér þá gjöf að fara í vitundarvakninguna, sjálfsskoðunina, vináttuna, gleðina og næringuna sem kundalinijóga kennaranámið færði mér. Það að kynnast sjálfri sér á þennan hátt, fá verkfæri í hendurnar til að takast á við lífið, kynnast yndislegu fólki, geta iðkað reglulega í hóp og öðlast um leið réttindi til að dreifa boðskapnum áfram er eitt það besta sem hefur komið til mín í lífinu. Ég lærði að hindranir eru til að yfirstíga, og ég fékk alltaf launað þúsundfalt til baka í náminu í formi vellíðunar og vináttu.
Mjöll Barkar Barkardóttir, leikskólakennari

Eftir að hafa séð auglýsingu um kennaranám í Kúndalini jóga frá Guðrúnu í Andartaki þá áttaði ég mig fljótt á því að þetta var það sem mig langaði til að læra. Ég hafði verið í jóga og Pilates af og til en ekki fundið alveg það sem ég var að leita að. Ég ákvað að skrá mig í námið og í dag hugsa ég um það sem eitt það mikilvægast sem ég hef gert fyrir sjálfa mig á minni þroskabraut í lífinu. Námið stóð undir væntingum og mikið meira en það. Það var krefjandi, ánægjulegt, skemmtilegt og ýtti mér út fyrir þægindahringinn og fékk mig til að uppgötva styrkleika og eiginleika í sjálfri mér sem ég hafði ekki verið að nýta eða ekki verið meðvituð um. Allir kennararnir sem komu að náminu voru faglegir og miðluðu efninu til nemanda af samkennd og skilningi. Ég get heils hugar mælt með kennaranáminu hjá Guðrúnu. Hún er mikil hugsjónamanneskja með óþrjótandi hugrekki og kærleika sem alltaf er til staðar fyrir nemendurna hennar.
Sólveig Baldursdóttir myndhöggvari og jógakennari.

Mjög áhugavert og lifandi nám – gaf mér mikla þekkingu á jóga og innsýn á sjálfa mig. Eflandi á sál og líkama.
Sigrún Þorgeirsdóttir, verkefnastjóri

Jóganámið var það besta sem ég hef gert fyrir mig. Að keyra um 900 km fram og til baka frá mínum heimabæ í hverjum mánuði í 10 mánuði er eitthvað sem ég sé ekki eftir og myndi gera aftur. Jóga námið gerði svo miklu meira fyrir mig en ég þorði að vona. Það var í senn sjálfskoðun að innan sem utan og fékk mig til að fara út fyrir þægindarammann, kynnast sjálfri mér upp á nýtt og sjá lífið í öðru ljósi. Kundalini jóga er ekki bara jóga heldur eitthvað miklu meira. Það er ekki bara æfingar heldur landakort af líkamanum, til að kenna okkur að stjórna huganum, meltingunni og taugakerfinu, hvernig við getum haft stjórnina og verið við sjálf. Kundalini námið kenndi mér að vera ég sjálf. Nú fer ég óhikað út í lífið, í mitt ferðalag, með mitt landakort. Svo var rúsínan í pylsuendanum að kynnast öllu þessu frábæra fólki.
Ásta Margrét Sigfúsdóttir, sjúkraliði

Ég ætlaði mér alltaf að fara í Kundalini kennaranám því ég taldi það “mitt” jóga. Að fara í námið var þó mun erfiðara en ég bjóst við og þurfti ég að fara langt út fyrir þægindarammann, sérstaklega í sjálfskoðunni. Þegar ég komst yfir hræðsluna að vera ég lærði ég að meta lífið og sjálfa mig á nýjan stórkostlegan hátt. Ég er í senn þakklát og stolt að hafa farið í námið. Ég lærði og upplifði óendanlega mikið og kynntist mörgum yndislegum sálum. Algjörlega erfiðisins virði og miklu meira en það!
Harpa Rakel Hallgrímsdóttir, leikskólakennari

Að fara í Kundalini jógakennaranámið er ein af betri ákvörðunum sem ég hef tekið í lífi mínu. Ég hafði áður stundað kundalini jóga og trúði að þetta væri leiðin fyrir mig til að öðlast andlegan og líkamlegan styrk á ný og horfa á lífið í öðru ljósi þrátt fyrir erfiðar aðstæður á þeim tíma. Guðrún Darshan býr yfir mikilli þekkingu um Kundalini jóga og kemur því vel til skila í náminu. Námið er vel skipulagt og það hefur verið mikill ánægja að vera í návist reynslumikilla kundalini jógakennara og eignast jógafjölskyldu ef svo má segja. Jógafræðin, hugleiðslurnar, æfingarnar og möntrurnar eru þættir í lífi mínu sem ég mun halda áfram að læra og rækta í hjarta mínu.
Bjarney Kristrún Haraldsdóttir, félagsfræðingur

Nemendur úr kennaranámi 2013-14

“Ég fór í þetta kennaranám því mig langaði að dýpka iðkun mína og skilning og geta kennt það sem hefur gagnast mér svo vel. Ég hef tilhneigingu til að verða kvíðin og með iðkun kundalinijóga  hef ég haldið því að mestu í skefjum. Ég hef náð að styrkja taugakerfi mitt og seiglu svo um munar. Ég stunda kundalini jóga á degi hverjum og kenni það líka. Kennaranámið var mjög þroskandi og skemmtilegt og það er yndislegt að læra með öðrum sem vilja svipað út úr lífinu. Námið er vel sett upp og allir kennararnir frábærir.”
Linda Mjöll Kemp Magnúsdóttir, reikimeistari

“Það að fara í kundalíni jógakennaranám í Andartaki er ein af mínum allra bestu seinni tíma ákvörðunum. Ég fór ekki til að kenna, heldur langaði mig að læra um hugmyndafræði  jógafræðanna og til að rækta sjálfa mig. Ég varð ekki fyrir vonbrigðum, námið fór eiginlega fram úr mínum björtustu vonum.  Það hversu vel þessi tegund jóga tvinnar saman líkamann, hugann og hinn andlega þátt okkar, tel ég að hafi átt stóran þátt í að bæta til muna heilsu- og orkuleysi sem sem hefur hrjáð mig í langan tíma eftir erfið veikindi.
Guðrún Darshan í Andartaki er ein af reyndustu kundalíni jóga kennurum okkar og gef ég henni mín bestu meðmæli. Hún deildi af viskubrunni sínum af óeigingirni, hélt einstaklega vel utan um nemendahópinn með sinni einstöku hlýju og nærgætnu nærveru.”
Guðbjörg Jónsdóttir, handmenntakennari og klæðskerameistari

IMG_3104“Kundlini jógakennaranámið hefur fært mér styrk til að takast á við lífið eins og það er. Mér tókst að losa mig við fötrum fórtíðarinnar og að treysta flæði lífsins. Ég fann styrkinn minn aftur, treysti á hjartað mitt fyrir fullt og allt og finn hugarró.

Friederike Berger, sérkennari

“Ég lagði af stað í þetta ferðalag með litla reynslu af jóga en með vilja og áhuga. Á þessum tíma var ég að takast á við streitu og hugur minn var reikull, mig vantaði staðfestu og ró. Frá upphafi lagði ég áherslu á upplifun með daglegri iðkun. Innan skamms tíma fór ég að finna miklar jákvæðar breytingar á sjálfri mér. Í dag kenni ég nánast vikulega Kundalini jóga og elska að deila þessum dásamlegu fræðum með öðrum, að leyfa þeim sem til mín koma að upplifa sína innri orku.”
Ásdís Skúladóttir, hjúkrunarfræðingur

Mér fannst kennaranámið með betri ákvörðunum sem eg hef tekið i lífinu. Það kom til mín á hárréttum tima. Eins mikið og eg trúði þvi ekki i byrjun, hversu öflugt þetta væri og hversu mikil klisja það er að segja þetta, en námið umbreytti lifi minu fra fyrsta degi. Eg verð ævinlega þakklát fyrir alla kennarana og þessa miklu kletta sem stóðu með manni i gegnum þetta magnaða ferðalag.
Kristín Bergsdóttir, 21 árs nemi og hestakona

“Ég vissi að það kæmi að því að ég færi í kennaranámið, en bara ekki alveg strax. Guðrún Darshan heillaði mig algjörlega með sinni léttu og hlýju framkomu. En hún er hafsjór af fróðleik um Kundalini yoga. Eftir þetta samtal var ég ákveðin í að fara í námið, engin ástæða til að bíða með það. Ég kynntist yndislegu fólki bæði samnemendum og kennurum.  Á þessum tímapunkti var ég búin að stunda Kundalini yoga í eitt og hálft ár og fann strax að það var fyrir mig. Nú fékk ég dýpri skilning og þekkingu á þessari öflugu tegund af yoga. Mér fannst strax gaman að kenna og nýt þess áfram, auk þess að iðka sjálf.
Unnur Guðrún Óskarsdóttir

Nemendur í kennaranámi 2012

IMG_0271Ég kynntist Kundalini jóga þegar ég var á erfiðum tíma í lífinu.  Árangurinn sem ég fann var undraverður bæði líkamlega og andlega.  Ég skráði mig í framhaldi af því í Kennaranámið.  Námið var frábært aðhald til að halda áfram jógaiðkuninni, ásamt því að vera fræðandi og skemmtilegt. Ég sé fram á að halda áfram að iðka og kenna jóga um ókomin ár.”
Sigmar Jónsson, einkaþjálfari

Bara það að ákveða að fara í þetta nám var skuldbinding um að sinna sjálfri sér jafnt á líkama og sál og það var mjög mikilvægt fyrir mig. Námið sjálft veitti mér aðhald í sjálfsræktinni, gaf mér tæki/tækni til að takast á við kvíða og áhyggjur og neikvæðar tilfinningar jafnframt því að upplifa gleði og fegurð á enn kraftmeiri hátt en fyrr. Takk fyrir mig! ”
Jóhanna Fjóla Kristjánsdóttir, leikskólakennari

Kennaranámið fyrir mér var sannkallað ævintýri!   Ég kynntist kundalini jóga árið 2007 þegar þegar ég var ólétt að fyrsta barninu mínu – ég gleymdi aldrei reynslunni og þessari vellíðan sem að fyllti mig í hverjum tíma, svo ég skráði mig í kennaranámið 2012. Þar upplifði ég órtúlega spennandi hluti bæði andlega og líkamlega og þar kynntist ég nýjum víddum innra með mér sem hefur hjálpað mér í mínu daglega lífi, það styrkti mig og gaf mér aukið sjálfstraust. Þar uppgötvaði ég dýpri nálgun á jóga en ég hef áður gert. Ég mun búa að þessari reynslu alltaf og er afar þakklát. Sat Nam
Dagmar Una Ólafsdóttir, jógakennari

“Kennaranámið í Kundalini jóga hefur verið ótrúlegt ferðalag fyrir mig. Það hefur eflt mig og styrkt sem persónu og gefið með aukna vídd t.d. í starfi mínu við höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferðir. Þar hef ég getað nýtt mér verkfæri þessara frábæru fræða með mjög góðum árangri, ekki síst með börnum. Persónulega hef ég fundið mikla breytingu hvað varðar andlegan þroska og tengingu við sálina og innsæið. Ég hef líka fundið hvernig sterk miðja (naflapunkturinn) hjálpar mér að standa sterk og gefur mér þor til að segja og gera það sem þarf þannig að ég sé sátt við sjálfan mig. Ég finn að ég er í góðu jafnvægi og á auðveldara með að takast á við verkefni, er mun umburðarlyndari og hef góða stjórn á viðbrögðum mínum. Fyrir mér er þetta töfrandi ferðalag rétt að byrja og ég hlakka til að sjá hvert það leiðir mig.”
Hjördís Rósa Halldórsdóttir, höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferðaraðili

Ég tel námið vera góða leið til að öðlast betri og meiri sjálfsþekkingu og sjálfsskilning. Ég fræddist mikið um huga , líkama og sál og hvernig við getum unnið með þá þætti í átt að betra jafnvægi. Maður öðlast nýja sýn á ýmsa þætti mannlífsins s.s muni á kynjunum.  Maður fær allskyns leiðir og “verkfæri” til að efla heilsu sína, bæði líkamlega og andlega. Mæli eindregið með þessu námi.
Herdís Matthiasdóttir, leikskólakennari

“Ég ákvað strax á meðan ég var ólétt að skrá mig í kennaranám. Ég byrjaði í kennaranámi þegar dóttir mín var aðeins nokkra mánaða og ennþá á brjósti. Þetta er búið að vera erfitt þar sem ég á 4 börn og hef þurft að ferðast langt til að sækja námskeiðin en þetta er samt sem áður búið að vera algjörlega þess virði. Ég hef fundið mikinn fjársjóð sem ég veit að á eftir að fylgja mér alltaf. Ég finn að ég er farin að nota kundalini í mínu daglega lífi bæði í samskiptum við fólkið mitt og einnig til að lifa í meiri meðvitund. Kundalini tæknin, hugleiðslurnar og öndunaræfingarnar hafa hjálpað mér mikið með kvíða og streitu.
Ég hef aðeins prófað að kenna í 2 skipti og mér leið mjög vel í seinna skiptið þegar ég fann að ég treysti á Gullnu keðjuna. Ég stefni á að halda áfram að dýpka mig í þessum fræðum og að fara að kenna sem fyrst þegar ég hef lokið verkefnunum mínum . Ég er gríðarlega þakklát fyrir að hafa farið í gegnum þetta nám og fengið þessa upplifun.+2
Kristín Steinþórsdóttir, næringarfræðingur

“Ég tók skyndiákvörðun að skrá mig í kennaranámið þótt ég hefði ekki mikið stundað jóga áður.  Ég var búin að vera í Hot jóga tímum og ég fann að jóga væri eitthvað fyrir mig.  Ég mætti í tíma hjá Guðrúnu og leið svo frábærlega á eftir að ég ákvað að taka þetta alla leið.  Að hafa aðgang að öllum þessum verkfærum til að efla líkama, huga og sál í daglegu lífi er ómetanlegt.  Námið er búið að vera strembið á köflum en ákaflega gefandi og skemmtilegt og ekki skemmir fyrir að hafa kynnst öllu þessu frábæra fólki.   Ég get heilshugar mælt með þessu námi fyrir alla þá sem vilja vera meðvitaðri um þau áhrif sem við getum sjálf haft á eigið líf.+2
Þórlaug Jónatansdóttir viðskiptafræðingur

“Ég ákvað að fara í kennaranám eftir að hafa mætt í kundalini æfingartíma í eitt ár. Ég var mjög hrifin af þessum æfingum. Kennaranámið veitti miklu meiri dýpt. Það er dýrmætt að fá aðgang að verkfærum sem hjálpa þér til að vera sú manneskja sem þú vilt vera. 
Þú byggir upp líkamann, lærir að stýra huganum svo hugsanir eins og kvíði og reiði eru ekki við stjórnvölin nema þú viljir. Gleðinni er hleypt inn. Ég var að vinna með sjálfa mig en var um leið í samfélagi með frábæru fólki. Kundlini kennaranámið er mjög auðgandi.
Elín G. Helgadóttir.

“Í gegnum Kundalini jóga varð ég ástfangin af sjálfri mér.  Ég fann besta vin minn – sálina mína, varð  sterkari kona og betri móðir. Loks fann ég svör við trúarlegum spurningum mínum. Kundalini jóga nám – er besta gjöf sem ég gaf sjálfri mér ! ”
Rasa Savitri

Nemendur í kennaranámi 2010-11

Námið er bæði skemmtilegt og krefjandi og námstíminn er lærdómsríkt ferðalag inn á við. Að hafa góðan skilning á heimspekinni sem liggur á bak við yogafræðin er dýrmætt í daglegu lífi, sérstasklega í samskiptum við annað fólk. Maður er ríkari á eftir svona nám; með nýja sýn á lífið og fullt af verkfærum til að taka ábyrgð á eigin heilsu, líkamlegri sem andlegri.
Áslaug Maack Pétursdóttir, skólastjóri

Jógakennaranámið breytti flæðinu í lífi mínu til hins betra. Gamlir ósiðir brunnu upp og ég held lífinu áfram með bjartari trú á sjálfa mig og verkfærið Kundalini jóga til að viðhalda innra jafnvægi og lífsorku.”  Sat Nam
Hrönn Önundardóttir, hjúkrunarfræðingur, Fáskrúðsfirði

Í gegnum Kundalini kennaranámið öðlaðist ég innri styrk.  Innri styrk sem hefur hjálpað mér að takast á við lífið, bæði gleði og sorg.
Ingveldur Gyða Kristinsdóttir, kennari

Ég hef iðkað Ashtanga jóga síðan 1999 og ákvað að fara í Kundalini jógakennaranám haustið 2010 fyrst og fremst til þess að öðlast alþjóðleg jógakennararéttindi án þess að vita mikið út á hvað Kundalini jóga gékk.
Kundalini jógakennara námið hitti mig beint í hjartastað og breytti tilveru minni á afar jákvæðan og yndislegan hátt.
Heimspekin og jógafræðin, æfingarnar, möntrurnar og hugleiðslan hefur gefið mér aukið jafnvægi, gleði, dýpra innsæi,skýran sannleika og innri sem ytri farsæld,
Nám sem ég bý að alla ævi og hefur auðgað mig sem manneskju.
Þóra Hlín Friðriksdóttir, hjúkrunarfræðingur

Ég er mjög sátt við þetta nám. Hefði ekki viljað sleppa því. Þó svo að það hafi tekið mig svolítinn tíma að átta mig á því og námið hafi reynst mér strembið á köflum. Ég hef uppgötvað  margt og öðlast samfara því  aukinn skilning og hef í dag öðlast einlægan áhuga á Kundalini Jóga og þeim fræðum sem það byggir á. Ég er mjög þakklát . Það á svo sannarlega við hjá mér að fyrsti nemandinn sem ég fæ er ég sjálf og hefur það reynst mér mjög mikilvægt að hafa það í huga.
Berglind Ásgeirsdóttir, iðjuþjálfi

Nemendur í kennaranámi 2008-09

Þessi kennaraþjálfun var alveg mögnuð og margar mjög sterkar og óvæntar upplifanir, það að finna að það sé haldið svo vel utan um mann og haldið í hendina á manni þegar maður er að kafa djúpt inná við, gefur öryggi, kjark og þor til að finna sálina sína og standa andspænis sjálfum sér.
Brynhildur Stefánsdóttir

Kennaranámið var rosaleg upplifun sem leyfði mér að sameina andleg gildi og daglegt líf. Námið hélt áfram eftir að formlega náminu var lokið og við fengum sífellt eitthvað með okkur heim að íhuga.
Þetta breytti lífinu mínu gjörsamlega.
Hinrik Ólason, 17 ára, nemi

Besta akademia sem ég hef komist í. Námið gefur manni verkfæri fyrir lífið, samskipti sambönd og fyrst og fremst tækifæri til þess að verða minn eiginn kennari og geta miðlað því til annara að finna sinn innri kennara.
Kennaranámið hefur gefið mér nýtt líf, úthald og tækifæri til að fara inná við bæði í mig og inn í samfélagið. Ég hef lært leiðir til að vakna og leiðir til að slaka. Leiðir til að halda einbeitingu, leiðir til að losna við óþarfa tilfinningar allt sem ég hef öðlast næ ég að gefa áfram.
Estrid Þorvaldsdóttir

Ég lít á það sem mikið happ að hafa farið í gegnum þetta nám. Það væri langur listi ef ég færi að telja upp allt það gagn sem ég hef haft af því að iðka kundalini jóga. Hitt væri áreiðanlega fljótlegra að telja upp – það sem það hefur ekki gert fyrir mig. Þetta nám var hverrar krónu virði.
Hallveig Thorlacius, brúðuleikari og rithöfundur

Kundalini kennaranámið veitti mér nýja og ferska innsýn í lífið. Ég öðlaðist bæði hagnýta og djúpa leið til að skynja og skilja sjálfa mig- sem og umheiminn – þær hröðu samfélagsbreytingar sem við búum við, hvernig nýta má jóga til að takast á við þær og standa með báða fætur á jörðinni sem helg, hraust og hamingjusöm kona. Ég naut þess í botn að læra um lífið og tilveruna frá nýju sjónarhorni með úrvalskennurum. Wahe guru
Harpa Barkardóttir

Námið gaf mér dýpri reynslu af jóga og hvatti mig til frekari ástundunar. Kundalini jóga hjálpar mér að gefa ytra og innra umhverfi mínu betri gaum þannig að ég er meðvitaðari um á hvaða leið ég er.
Sólveig Hlín Kristjánsdóttir, sálfræðingur

Kennaranám í Kundalini er besta ferðalag sem ég hef farið í. Dásamlegt ferðalag inn á við með Yoga Bahjan sem engan enda tekur:)  Elsku Auður, Guðrún og Shiv innilegar þakkir fyrir yndislega leiðsögn og fyrir að fá að vera þáttakandi. Sat Nam,
Kristjana Vilborg Jónatansdóttir (Charamdev Kaur), nuddari

Kennaranámið var mjög gagnlegt, ekki bara fyrir mig sem jógakennara heldur líka sem manneskju, mjög umbreytandi. Kennararnir voru sterkir á sínu sviði. Hópurinn var yndislegur og öll umgjörðin. Ég er mjög þakklát að ég skyldi fá tækifæri til að fara í gegnum þetta að sumu leiti erfiða en gagnlega nám.
Arnþrúður Dagsdóttir, kennari