Kennarar

Unknown-2Satya Kaur er einn af stofnendum og stjórnendum alþjóðlega Karam Kriya School and Quinta de Rajo Ashram í Portúgal. Hún hefur kennt kundalini jóga eftir forskrift Yogi Bhajan síðan 1981 og þjálfað kennara síðan 2001. Hún er þekktur KRI trainer fyrir stig (level) 1 og 2. Satya starfaði sem ljósmóðir í Haringey í London árin 1991-2000. Hún er höfundur fyrstu kundalini jóga bókar sem skrifuð hefur verið á portúgölsku: “Yoga, Kundalini e Eu.” (Kundalini jóga og ég). Á undanförnum árum hefur hún notað Myth-a-Drama sem aðferð til þess að nálgast og leika sér með með dulda og skapandi hæfileika hvers og eins. Að hennar mati fer aðferðin vel með aganum sem fylgir jógískum lífsstíl. Satya Kaur hefur jarðbundna nálgun að flestu og er því kennslustíll hennar einfaldur og aðlaðandi. Hún nýtur þess að fást við deilur/ágreining og “ímyndaðar” mótsagnir mismunandi hefða/venja. Satya er gift Shiv Charan Singh og búa þau í Portúgal. Þau eiga þrjá syni og tvö yndisleg barnabörn.

CCowan4-e1357139396978-282x300Carolyn Cowan hefur kennt kundalini jóga síðan árið 1998. Hún hefur einstakt lag á því að lyfta nemendum sínum á hærra stig og býr yfir miklum persónutöfrum.  Hún á heima í Suður London ásamt börnunum sínum tveimur sem hún átti heima. Carolyn vann sem doula í 3 ár og hefur sérhæft sig í því að ná tökum á ótta og verkjum í fæðingu. Hún starfar einnig sem kynlífs- og sambandsráðgjafi og finnst það gagnast sér þegar hún vinnur með konum og pörum sem eru að ganga í barneignir.

Hún er í sambandi með konu sem gerir námið enn fjölbreytilegra þar sem hún deilir líka sinni reynslu af foreldrum af sama kyni og sömuleiðis varðandi uppeldi, frjósemi og getnað hjá foreldrum af sama kyni.  Hún hefur einnig miðlað af reynslu sinni hvað varðar hlutverk maka í fæðingarferlinu. Hún hefur gefið út fjölda farsælla DVD diska um kundalini jóga m.a um meðvitaða meðgöngu.

Durgahof4Guðrún Darshan, jógakennari, hómópati og stofnandi jóga- og heilsustöðvarinnar Andartaks. Hún útskrifaðist sem kennari í Kundalini jóga frá Karam kriya skólanum í London árið 2005 og var fyrsti kundalini jógakennarinn hér á landi. Guðrún hefur undanfarin ár lagt stund á annars stigs nám kennara í Kundalini jóga (Transformation) og hefur lokið fjórum hlutum af fimm; Mind and meditation (2006), Vitality and Stress (2007), Authentic Relationships (2010) og Conscious Communication (2011).

Hún lærði að kenna meðgöngujóga hjá Tarn Taran Kaur
(Conscious pregnancy 2006) og barnajóga hjá Shakta Kaur (2004) og hjá Gurudass Kaur (2008). Hún stendur fyrir kennaranámi í Kundalini jóga og þjálfar kennaranema með aðstoð kennara víða að úr heiminum.

Guðrún Darshan hefur starfað sem hómópati og leiðbeinandi í líföndun í um 20 ár. Nýlega lærði hún auk þess Bowen meðferð (2012).

Auk þess koma fleiri kennarar að náminu sem nánar verður sagt frá síðar.