Að verða meistari fíknihugans

Námið hefst í febrúar 2016. Þetta er 60 klukkustunda nám sem kennt verður í 2 lotum sem standa yfir í 4 daga hvort. Námið skiptist í 4 hluta sem dreifast á 8 daga. Einnig er hægt að koma á einstaka hluta.

Þetta er einstakt kennaranám með Carolyn Cowan um fíkn og leiðir til að takast á við hana. Námið hentar öllum jógum, áhugafólki um jóga og um um fíkn. Carolyn hefur persónulega reynslu af fíkninni og hvernig kundalini jóga hefur hjálpað henni að lifa með henni. Hún deilir af ástríðu þessu málefni sem á vel við í nútímanum. Námið er ekki bundið við reynslu af kundalini jóga þó það sé byggt á því. Allir jógakennarar eru velkomnir ásamt áhugafólki um fíkn.

Námið hefur umbreytandi áhrif og gefur okkur dýpri sýn inn í lífið. Fíkn er gjarnan tengd við áfengi og vímuefni en við vitum að hún nær yfir mun breiðari svið. Kaupfíkn, kynlífsfíkn, matarfíkn, ástarfíkn, netfíkn, spilafíkn. Listinn er langur. Fíkn getur líka verið tengd husunum eins og neikvæðum hugsunum, gremju, sjálfsefa eða frestunaráráttu. Hvað er fíkn? Ítrekuð hegðun sem veldur okkur sársauka andlegum eða líkamlegum sem við höfum reynt án árangurs að stoppa.

Fyrir nánari upplýsingar er hægt að senda póst á netfangið: gudruntheodora@andartak.is

Hér er 3ja mínútna myndband með Carolyn þar sem hún fjallar um námið:

[media url=”https://www.youtube.com/watch?v=Rj28v28Fls8″ width=”600″ height=”400″]

Og hér er annað aðeins lengra:

[media url=”https://www.youtube.com/watch?v=NqfAnRBkLHM&list=PL2F7BD42CD4052DE4&index=26″ width=”600″ height=”400″]