Annað stig: Lífsstíll og hringrás lífsins

4289675_orig30. apríl – 5. maí.  Kennarar: Shiv Charan Singh og Satya Kaur

Tilveran sem ferðalag – Að öðlast yfirsýn og umbreyta lífshlaupi sínu

Hvernig komst ég hingað og hvert er ég að fara?

Uppgötvaðu svarið við þessari spurningu og meira til.  Taktu stjórn á lífi þínu og finndu því farveg sem þjónar tilgangi þínum. Námskeiðið „Lífsstíll og hringrás lífsins“ býður uppá hagnýtar aðferðir og viðhorf sem gera þér kleyft að nýta hæfileika þína til fulls og dýpka upplifun þína sem manneskju.

Uppgötvaðu leyndarmálið á bak við hringferlana í lífi þínu og náðu meistaratökum yfir hverjum þeirra

Á hverjum degi lærum við af Yogi Bhajan, við horfum á myndband og gerum hugleiðslu leidda af honum. Við vinnum einstaklingsvinnu og í hópum til að skoða og kanna tengingu hvers og eins við sjálfan sig og sína eigin hringrás gegnum lífið.

“Það er engin leið að eiga gott líf fullt af gleði og allsnægtum án þess að finna frið í okkur sjálfum”

“Without peace in our personality, there is no chance of a good life filled with joy and prosperity.” -Yogi Bhaja

Nánar um námskeiðið:

 • Uppgötvaðu tilgang þinn: Finndu það einstaka í hversdagsleikanum og stefnu þína í lífinu
 • Kortleggðu tímabilin og hringferlana í lífi þínu
 • Skilgreindu venjur þínar, aðferðir sem þú notast við og tímabil í lífinu (life cycles) – sem hjálpa þér eða hindra í nútið, fortíð og framtíð
 • Endurnýjaðu sjálfsmynd þína og leyfðu þínum raunverulega persónuleika að birtast og endurvarpast
 • Mættu óttanum við dauðann og lærðu að lifa áhyggjulausu lífi.

Efni daganna:

 1. Success and happyness in the Circus of the soul – Fyrirlestur YB: Living weightlessly and breaking the bonds of earth /Crossing the hour of death.
 2. Renewing Your Hidden Self-Concept: Healing the Formative Years. Fyrirlestur YB: Rebirth and the Impact of the First Eleven Years
 3. Adolescence and the Cultivation of Promoting Habits. Fyrirlestur YB: Rebirthing to Clear Distortions from the School Years
 4. Prime Adulthood: Productivity, Prosperity, and Sharing. Fyrirlestur YB: Rebirthing to Clear the Ghosts of the Subconscious
 5. Maturity and Midlife Crises: Transmitting Values and Living the Legacy. Fyrirlestur YB: How to Be Human: Ethics and Action
 6. Elder Years: Character, Integrity and Merger. Fyrirlestur YB: Living a Life of Caliber and Excellence

Gisting, matur og umhverfi:

Gist verður í 2ja manna herbergjum í Skálholtsbúðum. Á hverjum degi njótum við dásamlegrar matseldar Höllu Magnúsdóttur kokks. Umhverfi Skálholts og fjöllin í kring skapa notalegan ramma utanum ríka dagskrá námskeiðsins og hægt að endurnærast í íslenskri náttúru og ganga um fallegt svæðið umhverfis Skálholt. Stutt er í sundlaugar allt í kring

Umsagnir:

Það sem er svo frábært við þetta námskeið er að það hjálpar þér að setja líf þitt í samhengi – hvernig það flæðir frá upphafi til enda. Það gefur þér færi á að skilja betur ýmislegt í lífi þínu. Hvernig lífið breytist og hvernig lífsorkan þín umbreytist. Og hvernig viskan þín og meðvitund þróast í gegnum lífið. Það hjálpar þér að sjá heildarmyndina svo þú getir skilið betur líf þitt í heild. Þetta er ein af undirstöðum Kundalini jóga – að skilja þessar hringrásir lífsins.   Dev Suroop Kaur

Þetta námskeið er eitt dýpsta- og skemmtilegasta ferðalag sem ég hef farið í.
Skilningurinn á mínu eigin lífsferðalagi umbreyttist og hjálpaði mér í að sleppa, bæði eigin fjötrum og að treysta ferðalagi annarra.
Að skilja hvernig að hver lífshringur hefur sinn tilgang hjálpaði mér að sættast við fortíðina svo ég gæti tekið gleðispor inn í nútíðina.
Tilhlökkunin er mikil til visku efri áranna.

Að skoða lífshringina hafa gert mig að hæfari móður, þolinmóðari dóttur og ég hef eignast nýja auðmýkt og væntumþykju gagnvart sjálfri mér.
Góða ferð 🙂
Ps. Mig langar aftur!
Ragnhildur Ragnarsdóttir

Staðhæfing fyrir námskeiðið:
“Ég rækta venjur sem þjóna mér og sem eru í samhljómi við tímabil í lífi mínu, lífstakt og umhverfi mitt. Ég lifi í farsæld og velgengni með skýran tilgang og tilfinningu fyrir sjálfri-um mér. Ég næ markmiðum mínum eftir virkum og raunhæfum leiðum í takti við líf mitt. Ég er vakandi fyrir því hvernig ég get lifað og dáið meðvitað.  Ég hreinsa stöðugt undirvitund mína svo ég geti brugðist við og framkvæmt vísvitandi, á heilsteiptan hátt og með tilgang minn að leiðarljósi.”

Um kennarana:

Unknown-3Shiv Charan Singh:

Shiv Charan Singh: er eftirsóttur kennari og andlegur ráðgjafi, sem býr yfir einstaklega mikilli dýpt, fagmennsku og reynslu. Hann hefur kennt Kundalini jóga hópum og einstaklingum í meira en 30 ár. Hann er stofnandi og rekur alþjóðlega Karam Kriya skólann sem sér um þjálfun Kundalini jógakennara og Karam kriya ráðgjafa (ráðgjafa í hagnýtri talnaspeki) um allan heim.

Hann hefur gefið út margar bækur og greinar um mismunandi hliðar andlegs lífernis þ.a.m. “Let the numbers guide you”. Að hitta hann og njóta nærveru hans er tækifæri til að sjá lífið frá öðru sjónarhorni og upplifa eitthvað töfrandi og ferskt sem kemur á óvart.

Sem ungur maður lenti hann í nokkrum nær dauða upplifunum og hefur sú reynsla gefið honum dýpri skilning á lífið og dauðann, sem við öll viljum skilja. Í kennsluaðferðum er hann hvortki pólitískur né sjálfhverfur. Hann hefur mikla útgeislun og er skemmtilegur og talar af einlægni og hógværð. Framar öllu er hlýja og samhygð hans gagnvart öllum, sama hvaða aldur og saga fólks er. Hann heldur námskeið og þjálfar kennara víðsvegar í heiminum. Shiv er búsettur í Portúgal í jógamiðstöðinni Quinta Do Rajo, ásamt konu sinni Satyu Kaur og eiga þau þrjá syni og eitt barnabarn.

Hann var heiðraður með viðurkenninguni “Kennari ársins 2014” af Kundalini Research Institute.

UnknownSatya Kaur: Hefur kennt kundalini jóga í um 30 ár, framkvæmdastjóri Karam kriya skólans, kennaraþjálfari – bæði á fyrsta og öðru stigi, ljósmóðir og móðir.  Hún kennir meðgöngujóga og stofnaði ásamt 2 öðrum konum meðgöngujógakennaraskólann “The mother´s journey”.  Auk þess að kenna kundalini jóga kennir hún skapandi tjáningu og sjálfsrækt í gegnum leið sem kallast “Myth a drama”.  Satya er mjög hressandi, skapandi og skemmtilegur kennari og leggur mikla alúð við að næra þá sem eru í kringum hana.  Hún hefur nýlega gefið út bók: “Yoga, kundalini and me”.