Annað stig í kennaranámi Kundalini jóga fjallar um umbreytingu: Námið hjálpar okkur að dýpka meðvitund okkar, að styrkja kjarnann í okkur sjálfum og efla persónuleika okkar.
Annað stig byggir á 5 6 daga námskeiðum sem hægt er að taka í þeirri röð sem hentar hverjum og einum. Mælt er með að dreifa þeim að minnsta kosti yfir tvö ár. Þannig fáum við tækifæri til að nýta okkur hugmyndir, nýjar venjur og þá tækni sem kennd er, fyrir þig sjálfa-n og nemendur þína.
CONSCIOUS COMMUNICATION – MEÐVITUÐ SAMSKIPTI. Shiv Charan Singh og Satya Kaur – 16.-21. maí. Annað stig fyrir kennara í Kundalini jóga
Nám til UMBREYTINGAR og til að gefa okkur færi á að INNLEIÐA LÍFSSTÍL JÓGA OG VISKU KUNDALINI JÓGAFRÆÐANNA meira inn í okkar daglega líf.
Á þessari viku verður kafað djúpt í SAMSKIPTI OG TJÁNINGU. Hvernig getum við styrkt RÖDD KENNARANS og GEFIÐ MÁLI OKKAR KRAFT. Að TALA FRÁ NAFLANUM og VELJA HVAÐA ORKUSTÖÐ VIÐ BEITUM Í TJÁNINGU. SAMSKIPTI Í BÆN, SAMSKIPTAHNÚTAR – ÓTTI OG REIÐI, FALDA SJÁLFIÐ OKKAR. SKUGGASJÁLFIÐ OG GRÍMAN. Að upplyfta öðrum í gegnum tíðni tjáningar þinnar er bein leið til þess að ná meistaratökum yfir sjálfum- ri þér.
Við lærum…
- ·Að þekkja meðvituð samskipti og greina á milli meðvitaðra og annarra forma af samskiptum.
- ·Hlutverk þagnar og shunya í samskiptum
- ·Listin að beita djúpri hlustun
- ·Að ná meistaratökum yfir 5. orkustöðinni
- ·Að þekkja skuggann þinn og yfirstíga hindranir með því að beita meðvitund þinni
- ·Samskipti við óendanleikann og eðli bænarinnar.
Notaðu samksiptahæfileika þína til að finna sameiginlegan flöt með öðrum, jafnvel þeim sem þú ert ósammála. Tjáðu þig út frá stóra sjálfinu þínu, með meðvitund, kærleik og af óttaleysi. Hlustaðu – það er oft ekki nóg að heyra. Lyftu tjáningu þinni á hærri stig, svo þú getir átt skapandi samskipti. Þá getur lífið orðið að flæði, í samhljóm við óendanleikann.
UMSAGNIR ÞEIRRA SEM HAFA UPPLIFAÐ NÁMIÐ:
“Þá er loksins komið að LEVEL 2 á Íslandi og það er mikið gleðiefni. Ég tek algjörlega undir orð Guðrúnar og Estrid hér að ofan. Þetta er frábært námskeið, efni sem snertir okkur öll daglega, allan daginn, allt lífið: SAMSKIPTI! Grunnurinn að öllum samskiptum er okkar innri hlustun og tenging við okkur sjálf. Ég man að mér fannst ég fá heilun, verða heilli, verða heil! Það hafði síðan áhrif á önnur samskipti, að skynja Guð í mér og þaðan Guð í öllum! Þegar við verðum heil, þá getum við heilað. Það er þörf á fleiri sálum með MEÐVITUÐ SAMSKIPTI.
Mörg okkar þekkja Shiv Charan Singh og Satyu Kaur, en önnur ekki. Þau eru frábærir kennarar með mikla reynslu, og svo dásamleg ólík. Það verður spennandi að sjá þau kenna saman!”
Kær kveðja, Auður Bjarnadóttir
Um kennarana:
Shiv Charan Singh: er eftirsóttur kennari og andlegur ráðgjafi, sem býr yfir einstaklega mikilli dýpt, fagmennsku og reynslu. Hann hefur kennt Kundalini jóga í meira en 20 ár,rekur Karam kriya skólann sem sér um þjálfun Kundalini jógakennara og Karam kriya ráðgjafa (ráðgjafa í hagnýtri talnaspeki). Hann heldur námskeið og þjálfar kennara víðsvegar í heiminum. Shiv er búsettur í Portúgal í jógamiðstöðinni Quinta Do Rajo, ásamt konu sinni Satya Kaur og eiga þau þrjá syni og eitt barnabarn.
Satya Kaur: Hefur kennt kundalini jóga í um 30 ár, framkvæmdastjóri Karam kriya skólans, kennaraþjálfari – bæði á fyrsta og öðru stigi, ljósmóðir og móðir. Hún kennir meðgöngujóga og stofnaði ásamt 2 öðrum konum meðgöngujógakennaraskólann “The mother´s journey”. Auk þess að kenna kundalini jóga kennir hún skapandi tjáningu og sjálfsrækt í gegnum leið sem kallast “Myth a drama”. Satya er mjög hressandi, skapandi og skemmtilegur kennari og leggur mikla alúð við að næra þá sem eru í kringum hana. Hún hefur nýlega gefið út bók: “Yoga, kundalini and me”.