Jógatónlist

í Andartaki er hægt að kaupa tónlist og bækur tengdar jógaiðkun.

Nokkur dæmi um diska sem eru til sölu:

cover_sacred-love-meditations-224x200Mirabai Ceiba: Between the shores of our souls sem hlaut verðlaun “ZMR music awards” árið 2012. Hlusta hér

Sacred love meditations – hugleiðslutónlist sem líka er notaleg að hafa heima þegar við viljum eiga friðsæla stund. Hér er hægt að hlusta á sýnishorn af tónlistinni af diskinum.

Við erum líka nýbúin að fá mjög fallegan disk Mirabai Ceiba: Heart of healing.Hann er mjög fallegur til að hugleiða við. Fyrir þá sem vilja meira er hægt að hlusta á þau syngja á tónleikum í Cardiff í Bandaríkjunum: hlusta hér

Þess má geta að þau eru væntanleg hingað í vor og verða með tónleika í Guðríðarkirkju.

premsiriNirinjan Kaur – nýjasti diskurinn hennar heitir From Within.  hér er hægt að heyra fyrsta lagið á diskinum.

Við erum líka nýbúin að fá aftur diskinn hennar – Prem Siri – sem seldist upp síðast. Hér er hægt að hlusta á sýnishorn.

 

Kundalini-Rising-4-Orange-150x150Dev Suroop Kaur – var hér í heimsókn nýlega. Hún hefur gert mikið af tónlistartilraunum með möntrur og hefur skemmtilega nálgun á möntrutónlist.  Hún kennir jóga hljóðs – hvernig við getum leyft möntrum að heila okkur og umbreyta gömlum mynstrum. Einn af nýjustu diskunum hennar er Essence. Hér er eitt lag af diskinum – From one vibration. Og annar mjög nýr diskur frá henni er Kundalini Rising. Mjög skemmtilegur – nokkurs konar djassmöntrudiskur. Hér má heyra diskinn í heild sinni.

 

cd-coverSnatam Kaur  með sína englarödd er orðin mjög þekkt í jógaheiminum.  Hún hefur gefið út fjölda diska eins og Grace – vinsælasti diskurinn hennar – sem lifir enn góðu lífi eftir margra ára vinsældir – hann má heyra hér og Heart of the Universe – hér – má heyra eitt af lögunum af honum. Báðir eru fáanlegir í Andartaki.

Þetta eru bara nokkur dæmi um þá diska sem fást í Andartaki. Það er velkomið að kíkja við – en vissara að hafa samband á undan sér: andartak@andartak.is / 8962396. Kennslutímar í þessari viku fyrir þá sem vilja kíkja í tíma í leiðinni: miðvikudag kl 17.15 og 18.45, hádegistími fimmtudag kl 12-13 og síðdegistími á föstudag kl 17.15.