Lífsgæði og öndun

Það er mikill léttir þegar sólin fer að hækka á lofti eftir langan dimman vetur. En rysjótt veðrátta í janúar verður oft til þess að við fáum minni útiveru og þar af leiðandi njótum ekki þeirrar litlu birtu sem er í boði. Dagsbirta er mikilvægur orkugjafi. Þó að við sem búum í raflýstum húsum séum kannski ekki eins meðvituð um mikilvægi hennar. En við finnum vissulega áhrifin í skammdeginu.

Þegar myrkrið liggur yfir þurfum við að finna okkur aðrar leiðir til að endurnærast. Andardrátturinn er líka orkugjafi sem við hugsum ekki oft um. Hann bara er þarna. En þrátt fyrir allt er hann nú samt ómissandi lífgjafi. Öndunin er samofin innra ástandi okkar. Öndunin endurspeglar hvernig okkur líður og hvernig við upplifum heiminn. Þegar við öndum grunnt og hratt þá upplifum við heiminn og okkur sjálf á annan hátt en þegar við öndum djúpa langa öndun.

Taugakerfið okkar sendir fleiri boð frá líkama til heila en frá heilanum til líkamans. Þegar við sitjum samanhnipruð og öndum grunnt og hratt þá erum við að segja heilanum að við séum í streituástandi. Við erum að segja heilanum að við þurfum annað hvort að berjast eða hlaupa í burtu.

Algengast er að konur andi 18-20 andadrætti á mínútu og karlar andi 16-18 sinnum á mínútu. Ef við hægjum meðvitað á andardrættinum hefur það mikil áhrif á okkur. Hugurinn verður viðráðanlegri og skýrari. Við höfum sterkara samband við hann og getum betur valið viðbrögðin okkar í daglegu lífi. Öndun og hreyfingar hennar eru tengdar hreyfingum allra tilfinninga og hugsana. Ef þú eykur gæði andardráttarins, eykurðu lífsgæði þín.

Kundalini jóga er prana jóga
og leggur mikla áherslu á öndunina. Kundalini jógatími er í raun öndunaræfing frá upphafi til enda. Við notum oft kröftugar öndunaræfingar sem hafa djúp áhrif á taugakerfið, innkirtlakerfið og ónæmiskerfið. Og við finnum áhrifin sterk eftir hvern tíma.

Kundalini jóga er sérstaklega gagnlegt þegar kemur að áföllum og streitu. Þeir sem stunda það reglulega tala um miklar breytingar á orkuflæði og líðan. Meðal þess sem gerir Kundalini jóga svona gagnlegt eru taktfastar hreyfingar, endurnærandi öndun og öndunaræfingar, hugleiðsla, möntrur og sú djúpa slökun sem fylgir iðkuninni.

Flokkar

Nýjast

Hvernig er þín forgangsröðun?

Hvernig er þín forgangsröðun?

Hljómar þetta kunnuglega? ☐ Kaupa fisk og kartöflur í matinn ☐ Borga reikninga ☐ Senda hamingjuóskir til afmælisbarns dagsins ☐ Brjóta saman þvottinn ☐ Sækja börnin (eða barnabörnin) ☐ Elda kvöldmatinn ☐ Byrja á verkefninu sem er búið að sitja á hakanum ☐ Taka til ☐...

Sumarsamhljómur

Sumarsamhljómur

Nokkrar hugleiðingar um sumarið og gjafir sumarsins Sumarsamhljómur ... er þegar ég finn taktinn minn renna saman við takt náttúrunnar. Við verðum eitt. Náttúran hjálpar mér að finna – að skynja – líka það sem mér finnst vanta. Það sem ég sakna. Andstæðan við samhljóm...

Heilsan og fríið

Heilsan og fríið

Þegar 3ja ára barnabarnið mitt er í heimsókn í sveitinni þá lætur hann vita þegar hann er búinn að fá nóg af aksjón. Þá biður hann um að vera heima í rólegheitum með ömmu, jafnvel þegar hinir í fjölskyldunni eru að fara í ævintýraleiðangur. Hann veit hvað hann þarf....

Um mig

Ég heiti Guðrún. Jógakennari, rithöfundur, markþjálfi og hómópati.

Ég elska að skrifa. Skrif hjálpa mér að heyra hvísl lífsins í gegn um skarkala heimsins.

Ég styð fólk í að finna jafnvægi í óstöðugum heimi. Að gefa heilsunni rými og hlusta eftir því sem hjartað býður, fram hjá sjálfsgagnrýni og kröfum umhverfisins. Að horfa út, ekki bara um augun í höfðinu heldur líka augu líkamans. Og að skynja töfrana sem búa í Andartakinu.