Innri gagnrýnandinn

Hefur þér einhvern tíma fundist þú ekki geta gert neitt rétt? Segirðu stundum hluti við sjálfa-n þig sem þú myndir aldrei segja við aðra manneskju? Það gæti hjálpað að vita að þú ert ekki sá eini eða sú eina.

Innri gagnrýnandinn er staður í þér sem trúir því að þú eða eitthvað í þér þurfi að breytast til að þú sért í lagi.

Sjálfsgagnrýni er sársaukafull. Það er auðvelt að láta bugast undan neikvæðni og leiðinlegum athugasemdum sem við beinum að okkur sjálfum. Stundum án þess að taka eftir því.

Ef við reynum að þagga niður í gagnrýnandanum verður hann bara stærri. Sem betur fer er til önnur leið.

Hugtakið “innri gagnrýnandi” er í raun ekki alveg lýsandi fyrir það sem við erum að tala um. Við notum það hér af því það er auðveldasta leiðin til að vísa til þess. En það er kannski nær lagi að tala um innra umhverfi.

Innri gagnrýni birtist venjulega ekki sem rödd. Fyrir marga birtist hún í formi líkamsskynjunar. Þrengsli í hálsinum eða í brjóstinu hnútur í maganum, kvíði, vanmáttarkennd eða skömm, Til dæmis þegar okkur finnst við vera slæmt foreldri eða vanhæf í því sem við erum að glíma við. Þú heyrir ekki gagnrýnina en þú finnur áhrifin

Það eru til leiðir til að takast á við innri gagnrýni á friðsamlegan hátt. Sjálfsmildi er mikilvægur þáttur í að lifa hamingjuríku, friðsælu lífi.

Flokkar

Nýjast

Með sand milli fingranna og frið í hjarta

Með sand milli fingranna og frið í hjarta

Ég nýkomin úr ferðalagi til Nice með dóttur minni og barnabörnunum. Það eru svo dásamleg forréttindi að fá að ferðast með sínum nánustu og njóta sælu og samveru. Ég nýt þess alveg sérstaklega að gleyma mér í leik með barnabörnunum mínum. Við áttum eina mjög nærandi...

Litrík seigla

Litrík seigla

Þegar haustar er nóg að gera við að koma öllu í skorður og finna taktinn upp á nýtt. Ég þarf að hafa mig alla við að að setja tímanum mörk og ætla mér ekki of mikið. Að ýta til hliðar og forgangsraða. Ég tala við verkefnin og segi þeim að þau þurfi að bíða aðeins...

Að finna bragðið af lífinu

Að finna bragðið af lífinu

Í starfi mínu og í daglegu lífi hef ég lært að meta hversu dýrmætt það er að eiga stundir þar sem ég tengist líkamanum beint. Að finna það sem er hér og nú. Ekki það sem ég hugsa um það sem ég upplifi, heldur það sem ég skynja. Þetta er eitt það einfaldasta – og samt...

Um mig

Ég heiti Guðrún. Jógakennari, rithöfundur, markþjálfi og hómópati.

Ég elska að skrifa. Skrif hjálpa mér að heyra hvísl lífsins í gegn um skarkala heimsins.

Ég styð fólk í að finna jafnvægi í óstöðugum heimi. Að gefa heilsunni rými og hlusta eftir því sem hjartað býður, fram hjá sjálfsgagnrýni og kröfum umhverfisins. Að horfa út, ekki bara um augun í höfðinu heldur líka augu líkamans. Og að skynja töfrana sem búa í Andartakinu.