Líf á þínum forsendum?

Ég átti svo gott samtal við nokkrar konur sem eru á námskeiði hjá mér nýlega. Við ræddum um breytingaskeiðið, ekki sem hindrun heldur sem tækifæri til að finna sjálfa sig aftur og opna á nýja möguleika.

Þetta er tími þar sem við erum ekki lengur með sömu ábyrgð og áður. Lífið er að breytast – og nú stendur eftir öðruvísi ábyrgð. Ábyrgðin sem snýr að okkur sjálfum: Að lifa lífinu til fulls.

Það getur kallað fram stórar spurningar:

  • Hvernig lífi vil ég lifa?
  • Í hvað vil ég eyða orkunni minni?
  • Hverjum vil ég eyða tíma mínum með?

Eins og ein í hópnum orðaði það:  „Lífið er svo stutt. Maður á að velja vel.“

Að stíga skrefið inn í nýja útgáfu af sjálfri sér

Við konur höfum oft gengið svo lengi með alls konar hluti í maganum. Hugmyndir sem við höfum ekki leyft okkur að framkvæma. Löngun til að taka skref. En oft verða hik og efasemdir til þess að við höldum aftur af okkur.

Það er svo gefandi að finna kraftinn sem kemur þegar við erum tilbúnar að hlusta á okkur sjálfar. Þegar við sleppum öllu samviskubiti og förum að velja meðvitað. Þegar við gefum okkur rými til að nærast og næra aðra á okkar forsendum.

En oft er þessi staður í okkur hulinn ótta, orkuleysi og efasemdum. Við hættum að heyra í okkur sjálfum.

Til að komast þangað þurfum við fyrst að mæta því sem er. Að leyfa okkur að finna hvernig okkur líður og hvað við þurfum. Og fá stuðning til að takast á við einkennin sem fylgja þessu blessaða skeiði.

Breytingaskeiðið er viðkvæmt umræðuefni

Það er svo algengt að konur tali ekki um breytingaskeiðið við sína nánustu.

Ég áttaði mig á því þegar ég fór að öðlast betri skilning á því sem er að gerast í líkamanum að þá varð auðveldara að ræða um það við fólkið mitt. Og það varð auðveldara fyrir þau að vera til staðar.

En það er líka ómetanlegt að tala við aðrar konur sem eru á sama stað. Að hlusta á reynslu annarra og finna að við erum ekki einar.

Hvað styður þig í að blómstra? Ég hvet þig til að taka þessa hugleiðingu með þér í næsta göngutúr.

Bætt líðan á breytingaskeiði

Ég býð upp á frítt 3ja daga netnámskeið fyrir konur á breytingaskeiði: 18.-20. mars.

Við skoðum náttúrulegar leiðir til að bæta líðan, að skilja hvað er raunverulega að gerast í líkamanum og hvernig þú getur byrjað að stíga aftur inn í kraftinn þinn.

Breytingaskeiðið er ekki tími sem við eigum að reyna að þrauka einar í gegnum. Við þurfum hver á annarri að halda til að blómstra

Þú getur smellt á hlekkinn hér til að skoða námskeiðið og skrá þig: Bætt líðan á breytingaskeiði

Flokkar

Nýjast

Af hverju er ég orkulítil þó ég sé að gera mitt besta?

Af hverju er ég orkulítil þó ég sé að gera mitt besta?

Þetta er algeng spurning... ...hjá konum sem eru að fara í gegnum breytingatímabil. Ekki síst þeim sem eru á - eða hafa lokið breytingaskeiði. Þær lýsa líkamlegum og tilfinningalegum einkennum sem oft virðast sundurlaus og erfitt að ná utan um. Þetta getur verið mjög...

Svefn, kvíði og hitakóf í stærra samhengi

Svefn, kvíði og hitakóf í stærra samhengi

Nýlega sendi ég út könnun til kvenna á póstlistanum mínum og á aðeins nokkrum dögum bárust 209 svör frá konum á öllum stigum breytingaskeiðsins. Svörin sýna sameiginlegan rauðan þráð og líka ótrúlegan fjölbreytileika. Og þau segja mér líka að margar konur eru að leita...

Hugrekki til að staldra við og hlusta

Hugrekki til að staldra við og hlusta

Lífið er alltaf að breytast. Við verðum foreldrar, börnin okkar fara að heiman, við missum okkar nánustu, við missum vinnuna og þurfum að lifa í óvissu um óákveðinn tíma, við eldumst og þurfum að læra að hlusta á það. Í okkar menningu er ekki mikil áhersla á að kenna...

Um mig

Ég heiti Guðrún. Jógakennari, rithöfundur, markþjálfi og hómópati.

Ég elska að skrifa. Skrif hjálpa mér að heyra hvísl lífsins í gegn um skarkala heimsins.

Ég styð fólk í að finna jafnvægi í óstöðugum heimi. Að gefa heilsunni rými og hlusta eftir því sem hjartað býður, fram hjá sjálfsgagnrýni og kröfum umhverfisins. Að horfa út, ekki bara um augun í höfðinu heldur líka augu líkamans. Og að skynja töfrana sem búa í Andartakinu.