Svefn og skammdegið

Jólafríið á það til að setja okkur úr takti og trufla góðar venjur. Það getur verið áskorun að koma sér af stað og finna taktinn aftur í byrjun árs. Og þetta á ekki síst við um svefninn. 

Svefninn truflast auðveldlega á breytingaskeiði. Ef þú ert að upplifa hitakóf og eða nætursvita þá hjálpar það ekki til. Hormónin geta verið að sveiflast upp og niður, sérstaklega hjá konum á fyrirtíðahvörfum. Þessar sveiflur geta stundum verið dálítið ófyrirsjáanlegar og erfiðar að átta sig á. Fyrir konur á breytingaskeiði getur samspil hormónabreytinga og utanaðkomandi þátta haft meiri áhrif en áður. 

Vetrarmyrkrið og lífsklukkan þín

Skammdegið hefur áhrif á líkamsklukkuna sem stýrir svefni og vöku. Þegar dagsbirtan er takmörkuð getur líkaminn átt erfitt með að framleiða melatónín, sem getur gert það erfiðara að sofna eða sofa alla nóttina. Til að vega upp á móti er mikilvægt að koma sér út í birtuna á daginn, jafnvel þó það sé í stuttan tíma og í skýjuðu veðri. 

Hreyfing, taktur og jólamáltíðir

Yfir jólin eigum við það til að missa taktinn, hvað varðar hreyfingu líka. Vetrarveðrið og hálka undanfarinna daga hjálpar ekki til. Minni hreyfing getur valdið svefntruflunum. Óreglulegur svefn yfir jólin og þungar jólamáltíðir geta líka raskað svefnvenjum okkar. Þetta getur hæglega undið upp á sig í svefnkvíða. 

Tendraðu ljósið innra með þér

Gefðu þér tíma til að tengja við birtuna innra með þér. Hugtakið Sattva, sem á heima í jógaheimspekinni, merkir birta eða léttleiki. Við getum stefnt að því að auka sattva eða birtuna innra með okkur í gegn um jákvætt hugarfar, gönguferðir í dagsbirtunni og heitar nærandi máltíðir. Finndu hvaða hreyfing hentar þér og njóttu þess. Hreyfing er í raun tækifæri til að fagna því að eiga hraustan líkama. Þegar veðrið truflar útiveru er hægt að setja tónlist á og dansa. Öndunaræfingar og hugleiðsla eru dásamleg leið til að hlúa að okkur sjálfum. Ef birtan er ekki til staðar fyrir utan þá þurfum við að rækta hana innra með okkur.

Endurheimtu svefninn á breytingaskeiði

Ef þú ert að glíma við svefntruflanir á breytingaskeiði þá hvet ég þig til að skoða þetta fría 3ja daga námskeið sem verður í lok janúar: Endurheimtu svefninn á breytingaskeiði. Þetta verður tækifæri til að læra um náttúrulegar lausnir sem geta hjálpað þér að ná betri svefni og aukinni vellíðan. 

(Mynd: Ray Hennessy)

Flokkar

Nýjast

Heilsan og fríið

Heilsan og fríið

Þegar 3ja ára barnabarnið mitt er í heimsókn í sveitinni þá lætur hann vita þegar hann er búinn að fá nóg af aksjón. Þá biður hann um að vera heima í rólegheitum með ömmu, jafnvel þegar hinir í fjölskyldunni eru að fara í ævintýraleiðangur. Hann veit hvað hann þarf....

Að lifa ríkulega

Að lifa ríkulega

Ef ég gæti gefið þér eitthvað dýrmætt þá væri það líf sem er ríkt af prönu, lífsorku. Prana er orð sem kemur úr sanskrít og merkir bæði öndun og lífsorka. Orkan sem bæði hugurinn og líkaminn nærast á. Prana er lífgjafinn þinn. Með næga prönu hefurðu hæfileikann til...

Kvíði á breytingaskeiði

Kvíði á breytingaskeiði

Kvíði er mjög algengur fylgifiskur á breytingaskeiði. Jafnvel hjá konum sem hafa ekki upplifað hann fram að því. Það sem áður var auðvelt getur núna virst óyfirstíganlegt. Eða þú ferð að hika og fresta hlutum. Hjartsláttur, spennutilfinning, óróleiki – sem virðist...

Um mig

Ég heiti Guðrún. Jógakennari, rithöfundur, markþjálfi og hómópati.

Ég elska að skrifa. Skrif hjálpa mér að heyra hvísl lífsins í gegn um skarkala heimsins.

Ég styð fólk í að finna jafnvægi í óstöðugum heimi. Að gefa heilsunni rými og hlusta eftir því sem hjartað býður, fram hjá sjálfsgagnrýni og kröfum umhverfisins. Að horfa út, ekki bara um augun í höfðinu heldur líka augu líkamans. Og að skynja töfrana sem búa í Andartakinu.