Ayurvedaráðgjöf og meðferð

Lífsstíll og mataræði

Ayurveda er með elstu vísindagreinum heims og hefur það markmið að kenna okkur að lifa löngu og heilbrigðu lífi og öðlast jafnvægi á huga, líkama og sál eftir leiðum sem er auðvelt að flétta inn í lífsstíl nútímamannsins.

Það er okkur mikill heiður að fá í heimsókn Ayurvedalækninn Nandlal Kothari frá Indlandi og um að gera að nýta sér þekkingu hans, visku og næmni fyrir andlegu og líkamlegu ástandi mannsins.

Nandlal Kothari er læknir og ayurvedalæknir auk þess að vera með meistaragráðu í líffræði og með sérhæfingu í hreinsimeðferð og fæðuráðgjöf ayurvedafræðanna. Hann hefur starfað við ayurvedalækningar síðan 1998. Hann rekur Ayurveda-, jóga- og panchakarma- (hreinsimeðferðar)- miðstöð í Rishikesh á Indlandi.

Hann sérhæfir sig í að meðhöndla vandamál sem snúa að meltingu, efnaskiptum, bak- og liðaverki og sálræn vandamál / ójafnvægi af geðrænum toga.

Hann hefur útbúið meðferð sem læknar bak- og liðavandamál á mjög stuttum tíma.

Ayurvedalæknirinn:

Greinir líkamsgerð þína og almennt ástand með því að horfa í augu þín, skoða tunguna, taka púlsinn þinn og hlusta á sögu þína. Meðferðin getur verið mataræði, lífsstíll, jurtir og nudd svo eitthvað sé nefnt.

Hlutverk ayurvedalæknisins er að fyrirbyggja og lækna. Og að kenna þér að taka ábyrgð á eigin heilsu.

Þú getur leitað til ayurvedalæknis til að fá lausn á vandamáli sem þú glímir við, hvort sem það er líkamlegt, andlegt eða tilfinningalegt eða til að fyrirbyggja veikindi með því að læra að hugsa um heilsuna út frá þinni líkamsgerð.

Ráðleggingar ayurvedalæknisins geta verið allt frá því að fara í gönguferð í tunglskininu, að leiðbeiningum um hvaða krydd henti þér best eða að gefa sjálf-ri/um þér olíunudd fyrir morgunsturtuna þína.