Indlandsferð

Í ferðinni förum við á Ayurvedamiðstöð í endurnærandi dvöl hjá ayurvedalækninum Nandlal Kothari sem var hér nú í haust.  Innifalið í dvölinni er panchakarma meðferð, jóga og gómsætir ayurvedaréttir úr eldhúsi húsfreyjunnar – og lagaðir að þörfum hvers og eins.

Panchakarma er grunnmeðferð í ayurveda og er heildstæð hreinsimeðferð sem styrkir ónæmiskerfið, lífsorkuna, líffærin og eykur langlífi. Panchakarma getur hjálpað okkur að léttast og að losa okkur við verki og langvarandi veikindi / ójafnvægi – með því að hreinsa burtu óhreinindi og aukaefni úr líkamanum.  Heimsóknin á ayurvedamiðstöðina hefst á persónulegri greiningu og síðan fær hver og einn  þá meðferð sem honum hentar. Meðferðin er fólgin í nuddi, jógatímum, mataræði fyrir þína líkamsgerð og jurtum.

Meðferðinni mætti líkja við því að fara með bílinn í greiningu og allsherjaryfirferð þar sem allt sem er byrjað að gefa sig er tekið í gegn.  Ayurvedameðferð hefur það fram yfir hefðbundnar læknismeðferðir að hún hefur fyrirbyggjandi áhrif og tekur fyrir undirrót þess ójafnvægis sem hver og einn glímir við.  Meðferðin lagast að þörfum hvers og eins, endurstilllir líkamann og kemur jafnvægi á huga, líkama og sál.

Ayushman Ayurveda miðstöðin er staðsett rétt hjá borginni Rishikesh sem stendur við rætur Himalayafjallanna og er fræg fyrir ayurvedameðferðir.  Hún er stundum kölluð höfuðborg jóga í heiminum. í borginni Rishikesh búa um 75.000 manns.  Í gegnum hana rennur Gangesfljótið sem er heilagt í augum Hindúa og þangað kemur fólk þúsundum saman til að baða sig í heilögu vatni, til að votta gyðjunni Ganga virðingu sína. Einnig er vinsælt að fara í rafting eftir ánni. Rishikesh er um 230 km frá Delhi og er rómuð fyrir náttúrufegurð.

Eftir meðferðina upplifir þú:
Léttleika í líkamanum
Aukna orku og kraft í daglegu lífi
Slökun og ferskan huga
Gleði og léttleika í sinni
Innri ró og þó framkvæmdagleði
Aukna einbeitingu og fókuseraðan huga