Heilandi viska ayurveda og jóga

Klippt-3Helgarnámskeið helgina 30.-31. janúar. Hentar bæði vönum og óvönum.

Líkamsgerðin þín og jóga – lærum að lifa í takti við náttúruna og við okkar eigin líkamsgerð. Kundalini jóga og ayurveda – systurvísindi jógafræðanna fléttuð saman í innri upplifun og fræðslu.

Á námskeiðinu ætlum við að fjalla um:

  • Heilbrigt mataræði og það hvernig meltingareldurinn tendrar góða heilsu
  • Líkamsgerðirnar þrjár – Vata, pitta og kaffa
  • Hvernig við getum notað mat, krydd og jurtir fyrir meltinguna og heilbrigt líf
  • Hvernig jóga getur hjálpað þér að skapa nýjar venjur sem skapa þér heilbrigði og lífsgæði
  • Leiðir til að rækta með þér heilbrigt ónæmiskerfi, öflugt taugakerfi og innkirtlakerfi í gegnum iðkun Kundalini jóga eftir forskrift Yogi Bhajan

Jóga getur stutt okkur í því að velja það sem nærir okkur í stað þess að leyfa huganum að ráða. Regluleg hugleiðsla er frábær leið til að hafa áhrif á venjur okkar.

Ayurveda þýðir “vísindin um verundina”. Þetta eru systurvísindi jógafræðanna sem kenna okkur leiðir til að lifa í takti við náttúruna og okkar eigin líkamsgerð. Við erum ekki öll eins að upplagi og það getur verið mjög gagnlegt að þekkja eigin líkamsgerð og læra hvað það er sem eflir okkar vellíðan og innri styrk.

Nánar um námskeiðið hér: Heilandi viska ayurveda og jóga

Comments are closed.