Gómsætar hunangsristaðar möndlur

Ristaðar möndlur500 gr heilar möndlur
2 tsk kanill
1 tsk vanilludropar
2 msk hunang
Klípa salt
1-2 msk ólífuolía
Hitaðu ofninn í 180°C.

Blandaðu saman í skál möndlum, salti og ólífuolíu. Hrærðu saman þar til olían þekur möndlurnar.
Bættu 1 tsk af kanil, vanillunni og hunanginu. Hrærðu vel saman.
Blöndunni er dreift á smjörpappírsklædda bökunarplötu og bakað í 10 mínútur. Látið kólna. Að lokum er 1 tsk kanill sett út í og hrært vel saman við. Njótið!