Gleðilegt ár!

??????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????Við tökum á móti nýju ári með gleði í hjarta. Hér að neðan er hægt að skoða yfirlit yfir námskeiðin okkar í byrjun árs. Fyrsti jógatíminn er á mánudaginn kemur – 8. janúar kl 17.15 í Bústaðakirkju – gengið inn að neðan. Allir velkomnir að koma í prufutíma.

Lífsorka, hamingja og hugleiðsla

Kundalini jóga fyrir innri styrk og jafnvægi í daglegu lífi. Fjölbreyttir tímar í kundalini jóga – jóga upplifunar.

Jóga, slökun og hugleiðsla. Við sækjum í viskubrunn Kundalini jóga og innra með okkur sjálfum. Við lærum leiðir til þess að kynda undir lífsorkuna og finna friðsældina innra með okkur mitt í amstri dagsins. Mán og fim kl 17.15. Val um að koma einu sinni eða tvisvar í viku. Nánar hér: Lífsorka, hamingja og hugleiðsla. Skráning hér: Skráningarskjal

Djúpslökun og hugleiðsla

Námskeið með áherslu á að endurnærast og kynnast töfraheimum hugleiðslu og kyrrð hugans. 4 vikna námskeið – einu sinni í viku hefst mánudaginn 15. janúar.
Mánudaga kl 19-20. Nánar hér: Djúpslökun og hugleiðsla Skráning hér: Skráningarskjal

ÉG 2018

Stutt námskeið í byrjun árs þar sem við opnum glugga inn í nýtt ár og málum myndina sem við viljum birta á næsta ári.  Hvernig vilt þú hafa þitt 2018?  Þínar tölur fyrir árið 2018.   Sjá nánar hér: Ég 2018.

Comments are closed.