Heimapróf eða Seva verkefni

Eitt af því sem í náminu felst er að svara heimaprófi. Það samanstendur af nokkrum spurningum úr námsefni hverrar kennsluhelgar og má vera allt undir 30 bls. eða 7500 orð í heildina. Því á að skila þegar náminu lýkur í vor.  Þið fáið öll eintak af þessu heimaverkefni og getið notað það til að hjálpa ykkur að hafa yfirsýn yfir aðalatriði námsins og til að undirbúa ykkur undir lokaprófið.

Okkur langar að bjóða ykkur upp á þann valkost að gera seva verkefni eða þjónustu við samfélagið í stað þess að skila heimaprófi. Það er mjög rík hefð fyrir seva í jóga.  Þetta er ný tilraun hjá okkur og hefur ekki áður verið reynt hér.  Í kundalini samfélögum annars staðar í heiminum fær þessi kostur sums staðar mikilvægan sess.  Við erum mjög ánægðar með að kynna þessa nýju hefð í náminu hjá okkur og forvitnar að sjá hvernig hún kemur út.

Seva merkir óeigingjörn þjónusta og á við um vinnu sem unnin er af hendi án þess að fá greitt fyrir. Seva er þjónusta við aðra í samfélaginu og fléttast saman við samkennd og að bera velferð annarra fyrir brjósti. Á sama tíma bætir þú einnig velferð þína þar sem okkur líður oft betur sjálfum þegar við leggjum öðrum lið.

Seva verkefnið felst í því að kenna kundalini jóga þar sem það er ekki kennt nú þegar, gæti t.d. verið á heimili fyrir aldraða, í skólum, leikskólum eða á frístundaheimilum, í fangelsum eða annað sem ykkur dettur í hug. Þið mynduð þá útbúa kennsluáætlun fyrir verkefnið – og gera ráð fyrir tíu klukkustundum í kennslu. Að lokum er svo hluti af þessu spennandi verkefni að skila Í lokin mynduð þið svo skrifa aðeins um það hvernig til tókst  og deila ykkar reynslu – hálf til ein blaðsíða

Við hvetjum þá sem vilja og hafa áhuga á að taka þátt í þessu verkefni. Þetta er frábært tækifæri til að framkvæma með stuðningi og leiðsögn kennarana og samnemenda.