Forsendur þess að ljúka námi

Réttindi:
Kundalini jógakennaranámið felur í sér aðild að IKYTA (International Kundalini Yoga Teachers Association) og uppfyllir einnig staðla um 220 klst jógakennara réttindi gefin út af Yoga Alliance, sem er alþjóðlegt bandalag ólíkra jógasamtaka.

Nemendur þurfa að uppfylla eftirtalin skilyrði til að ljúka náminu og fá útskriftarskírteini:

Greiðslur:  Að hafa lokið öllum greiðslum

Mætingarskylda: Nemendur þurfa að mæta á allar kennsluhelgar námskeiðsins.  Nemanda er leyfilegt að ljúka námi með því að mæta á þær helgar sem hann missti úr, hjá Karam Kriya skólanum annars staðar í heiminum, eða þegar námið verður endurtekið síðar.  Hámarkslengd námsins er 2 ár frá því námið hófst.

Hvítt Tantra (White tantra): Auk þeirra kennsluhelga sem lýst er hér að neðan, er ætlast til að nemandinn taki þátt í að minnsta kosti einum degi í Hvítu Tantra (White Tantra) eða hafi lokið því  áður en námið hófst.

Tímar: Námið er að minnsta kosti 200 tímar [við það bætist próf, heimaverkefni og einn dagur í White Tantra).

 • 180 tímar alls í kennslustundum og æfingakennslu [22 dagar í kennslu og æfingakennslu). 40 daga hugleiðsla og jógaástundun.
 • 12 tímar í lestur(sjá lesefni – áhersla á að þekkja og skilja tæknina og áhrif hennar).
 • Þátttaka í a.m.k. 5 morgunhugleiðslum/ sadhana(alls 12.5 tímar)á kennsluhelgum.
 • Einnig verður horft á nokkra vídeótíma með Yogi Bhajan á námstímanum.
 • þátttöku þeirra í náminu (að því meðtöldu að kenna jógatíma á námskeiðshelgum)
 • almennum skilningi þeirra á námsefninu
 • því hversu vel þeir virða siðareglur 3HO og þær kröfur sem gerðar eru til sérmenntaðra kundalini jógakennara.
 •  árangri í prófi og verkefnum.  (sjá hér að neðan)
 • Þar sem það á við felur námsmatið í sér viðtal milli nemanda og tveggja kennara.
 • Dagbók um upplifun og þróun einstaklingsins (sérstaklega er óskað eftir að nemandinn skrifi dagbók um reynslu sína af 40 daga hugleiðslu)
 • Að ná ásættanlegum árangri á prófi.
 • Tvö námskeiðsverkefni sem undirbúa nemandann undir kennslu.
Lestur: lesefni sem nauðsynlegt er að lesa: Námskeiðsbókin Aquarian Teacher eftir Yogi Bhajan og að minnsta kosti tveir kaflar úr “The Master’s Touch” eftir Yogi Bhajan. Lesefni sem mælt er með: Sútrur eftir Patanjali ( Pantajalis Sutras), aðrar handbækur um Kundalini jóga eftir forskrift Yogi Bhajan og bók um orkustöðvarnar (að eigin vali), The Flow of eternal Power eftir Shakti Parwa Kaur.
Aukatímar: Nemendum ber skylda til að mæta í minnst 20 tíma í Kundalini jóga, annað hvort á meðan á námi stendur eða eftir að því lýkur.  Þessir tímar þurfa að vera hjá Kundalini jóga kennara sem er skráður hjá IKYTA, félagi íslenskra kundalini jógakennara.
Mat á nemandanum: Lokamat nemanda sem er að ljúka námi, byggir á að ofangreindum atriðum sé lokið og auk þess metur kennarinn nemendur út frá:
 • þátttöku þeirra í náminu (að því meðtöldu að kenna jógatíma á námskeiðshelgum)
 • almennum skilningi þeirra á námsefninu
 • því hversu vel þeir virða siðareglur 3HO og þær kröfur sem gerðar eru til sérmenntaðra kundalini jógakennara.
 •  árangri í prófi og verkefnum.  (sjá hér að neðan)
 • Þar sem það á við felur námsmatið í sér viðtal milli nemanda og tveggja kennara.
Próf og námskeiðsverkefni: 
 • Dagbók um upplifun og þróun einstaklingsins (sérstaklega er óskað eftir að nemandinn skrifi dagbók um reynslu sína af 40 daga hugleiðslu)
 • Að ná ásættanlegum árangri á prófi.
 • Tvö námskeiðsverkefni sem undirbúa nemandann undir kennslu.

Þegar námi lýkur fær nemandi útskriftarskírteini sem viðurkenndur kennari í Kundalini jóga eftir forskrift Yogi Bhajan, frá K.R.I.  (Kundalini research institute).  Skírteinið veitir nemandanum réttindi til að kenna Kundalini jóga eftir forskrift Yogi Bhajan og til að gerast meðlimur í IKYTA á Íslandi – eða samtökum kundalini jógakennara í því landi sem hann ætlar að starfa.  Og Alþjóðlegum samtökum Kundalini jógakennara (IKYTA international).  Hann getur þá fengið  sendan tölvupóst frá þessum samtökum, fylgst með og tekið virkan þátt í því sem er að gerast á þeirra vegum.  Einnig veita samtökin ýmis verkfæri fyrir kennara.