Hverjir geta tekið þátt?

SlökunÓléttJóga er fyrir alla.  Þetta sérstaka námskeið er fyrir fólk á öllum aldri. Það nýtist mjög vel þeim sem kenna jóga, aðstoða konur í fæðingu (doula), fyrir ljósmæður, lækna, hjúkrunarfræðinga og síðast en ekki síst mæður og verðandi foreldra.

Þetta námskeið er byggt á kennsluaðferðum Yogi Bhajan og Kundalini Yoga. Ef þú hefur enga reynslu af þeirri þjálfun eða kennslu þá bjóðum við þér upp á kynningartíma til að kynnast þeirri aðferðarfræði.

Fyrir verðandi móður og/eða þau ykkar sem þegar eruð foreldrar þá er margt að læra .

Hinir fjölbreyttu hlutar námsins eru opnir öllum sem hafa áhuga á að styðja við konur og þá foreldra sem eru að fara í gegnum ferðalag móðurinnar. Þeir þátttakendur sem ætla sér að klára allt námskeiðið og útskrifast þurfa að ljúka amk 5 af 6 hlutum námsins.  Þessi réttindi gefa aukið sjálfstraust og góða undirstöðu í því að kenna barnshafandi og nýbökuðum mæðrum jóga.