Ferð móðurinnar – upphaf ferðar

SlökunÓléttHelgarnámskeið dagana 26.-29. sept.

Námskeiðið er opið fyrir alla!Hægt er að koma stakan dag.

Mjög gagnlegt fyrir verðandi og verandi foreldra. Heilbrigðisstarfsfólk og jógakennara. Og alla þá sem hafa áhuga á að fræðast um þetta magnaða og töfrandi ferðalag sem er svo nálægt okkur öllum og er um leið hulið ákveðinni dulúð og fegurð.

Fjallað verður um:
Samskipti kynjanna – Meðvituð sambönd – Andstæður kvenna og karla – Kynlíf og samlíf – Meðganga og getnaður – Heilsubætandi lífstíll fyrir konur og karla – Jóga og hugleiðsla –

Unknown-2Kennari helgarinnar er Satya Kaur frá Portúgal. Satya er einn af stofnendum og stjórnendum alþjóðlega Karam Kriya School and Quinta de Rajo Ashram í Portúgal. Hún hefur kennt kundalini jóga eftir forskrift Yogi Bhajan síðan 1981 og þjálfað kennara síðan 2001. Satya starfaði sem ljósmóðir í Haringey í London árin 1991-2000. Hún er höfundur fyrstu kundalini jóga bókar sem skrifuð hefur verið á portúgölsku: “Yoga, Kundalini e Eu.” (Kundalini jóga og ég). Satya hefur jarðbundna nálgun að flestu og er því kennslustíll hennar einfaldur og aðlaðandi. Satya er gift Shiv Charan Singh og búa þau í Portúgal. Þau eiga þrjá syni og tvö yndisleg barnabörn.

Nánari skipting daganna:

Föstudagur og laugardagur:  Lagt af stað í ferðalag. Meðvituð sambönd, kynlíf, mánahringurinn, frjósemi, lífstíll, getnaður, fóstur, bæn móðurinnar, ferðalag sálarinnar, mataræði, jóga og hugleiðsla. Þessi hluti er mjög gagnlegur fyrir pör og verðandi foreldra.

Sunnudagur og mánudagur:  Jóga á meðgöngu. Líffæra- og lífeðlisfræði á meðgöngu, breytingar á þrem tímabilum meðgöngunnar, Kundalini jóga æfingar og kríur, jógastöður og valmöguleikar, forgangsröðun, minniháttar kvillar og ráð við þeim, hugleiðslutækni. Þetta er eini skylduhlutinn og nýtist mjög vel þeim sem eru þegar að kenna kundalini jóga

Hægt er að velja um að koma á einstaka daga eða allt námskeiðið í heild. Nánari upplýsingar: gudruntheodora@andartak.is