Faðmaðu óttann

-Jóga gegn kvíða-

SJORE_04092014_MG_7590_PPNýtt 6 vikna námskeið sem hefst 25. september.
Fimmtudaga kl. 20.30-22.00.
Kennarar: Eyrún Huld Árnadóttir og Frederike Berger.

Á námskeiðinu lærum einfaldar leiðir til að takast á við kvíða og streitu, aðferðir sem við getum notað hvar sem er heima, í bílnum eða vinnunni. Gerum æfingar sem koma jafnvægi á taugakerfið okkar, styrkja okkur og auka lífsorkuna. Við lærum öndun og hugleiðslu.

Það er mikilvægt fyrir þá sem glíma við kvíða og streitu að læra öndun. Hún felur í sér annað og meira en eingöngu að veita okkur súrefni til að lifa af, hún gefur huga okkar, líkama og vitund lífsorku. Hugurinn fylgir önduninni, lykillinn að því að ná betri stjórn á huga okkar er að ná valdi yfir henni. Með því að ná tökum á önduninni:

 • Eflum við heilbrigði okkar og lífsorku
 • Opnum fyrir tilfinningar og sköpunarkraft
 • Stýrum betur tilfinningum okkar
 • Verðum einbeittari
 • Aukum tilfinningu okkar um að tilheyra og tengjast

Við förum einnig í undirstöðuatriði hugleiðslu og hvernig hún getur hjálpað okkur í baráttunni við kvíða og streitu. Hugleiðsla er frábær tækni sem nota má hvar og hvenær sem er og mætti lengi telja upp kosti þess að læra og stunda hugleiðslu, hún m.a:

 • Hjálpar okkur að tengja við innsæið okkar
 • Þróar hlutlausa hugann
 • Eykur vellíðan og ró
 • Brýtur upp venjur og gömul mynstur
 • Hreinsar undirvitundina
 • Skýrir hugann og færir okkur í núið

Skráning hjá Eyrúnu á eyrun@andartak.is s. 866-3135 og hjá Frederike á jai@andartak.is  s. 869-4657.