ÉG 2018

????????????????????????????????????????????????????????????????Hvernig sérðu ÞIG fyrir þér árið 2018?
Viltu búa þér til nýtt lífsmynstur?
Viltu setja þig í fyrsta sæti?
Hvaða drauma langar þig að sjá rætast?
Hvað viltu skapa?
Hvaða lærdóm ber árið 2018 með sér og hvað segja tölurnar um ÞITT 2018?

Það byrjar allt þar – að finna og hlusta...
Að hlusta á innsæið og opna fyrir möguleikana

Hvað: Talnaspeki/ Markþjálfun/ Slökun
Hvernig: Talan þín fundin fyrir 2018, vinnum með styrkleikana þína í markþjálfun, hugleiðsla sem þú getur nýtt þér daglega sem styður við þig áfram

Innifalið: Vinnubók og einkatími í markþjálfun
Fyrir hverja: ALLA sem vilja eiga upplyftandi stund með sjálfum sér og taka þátt í að skapa framtíðina.

Hvenær:  21. janúar kl 10-14
Hvar: Rými til vaxtar, Grafarvogskirkju.

Verð: 15.900.

Skráning: Skráning 21. Janúar

Kennarar: Guðrún Darshan og Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir

staekkud-2Guðrún Darshan er markþjálfi, jógakennari, bowentæknir og hómópati og hefur starfað við sjálfsrækt í 25 ár. Hún hefur staðið fyrir jógakennaranámi undanfarin 8 ár. Hún býr yfir mikilli og breiðri þekkingu á sviði sjálfsræktar og getur því komið að málunum frá mörgum hliðum. Hún hefur sterkt innsæi og er mikil áhugamanneskja um uppsprettu sköpunarinnar og líf í jafnvægi.

Ásta-Guðrún-4Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir er ACC vottaður markþjálfi sem tók u-beygju í lífinu haustið 2014 eftir rúm 20 ár sem ferðaráðgjafi og lagði þann starfsferil til hliðar og hlustaði á hjartað. Hún lærði mannauðsstjórnun á seinni árum því hún vissi alltaf að hún ætti að vinna með fólk en komst að raun um að markþjálfun var verkfærið sem hana vantaði. Í dag vinnur hún sem markþjálfi og markþjálfakennari.

Skráning: Skráðu þig hér

Nánari upplýsingar: andartak@andartak / asta@evolvia.is
Ásta s: 8668450 / Guðrún s: 8962396

Umsagnir þátttakenda af námskeiðinu ÉG-2017

Ég var afar ánægð með námskeiðið sem var vel undirbúið og skilaði góðum árangri.
Bara örfáar klukkustundir sem hjálpuðu mér að skoða sjálfa mig í aðeins öðru ljósi.
Hallveig Thorlacius

Námskeiðið dýpkaði skuldbindingu mína og tengingu við sjálfa mig og það sem ég hef sett mér sem markmið. Þetta var einmitt það sem mig vantaði.
Hildur M. Jónsdóttir

Ég var ánægð með námskeiðið. Það gaf mér mikla ánægju og gleði og ýtti undir þá ákvörðun mína að fara hugsa betur um sjálfa mig.
Álfheiður Erla Sigurðardóttir.

Námskeiðið hjá vinkonunum Ástu Guðrúnu og Guðrúnu var allt í senn dýrmætt, gefandi og gagnlegt. Við fórum í ferðalag í jóga, í gagnræður, inn á við og í markþjálfun sem skilaði sér í skýrari sýn fyrir hvað við erum og fyrir hvað við viljum standa í lífinu. Það er öllum hollt að staldra við og hlusta á hjartað líkt og þær kenndu okkur svo vel. Veganestið er því mikið og það mun lifa með mér það sem eftir er. Takk fyrir mig.
Aldís Arna Tryggvadóttir

Námskeiðið er einstaklega gott til þess að fara í gegn um síðasta ár, kveðja það og skoða stöðuna og væntingar til framtíðar. Það að gera það í góðum hóp með frábærri leiðsögn var einstaklega gefandi og hreyfði við mér djúpt innan frá. Eitthvað sem ég hefði ekki náð að gera alveg sjálf þó svo ég sé mjög vön að gera það sjálf með huganum. Undirmeðvitundin er búin að stimpla þetta allt betur inn finnst mér. Námskeiðið gaf mér skýrari markmið og losun á gamalli orku í hugleiðslu eða möntru sem ég fór í. Ég var einstaklega ánægð með það.
Melkorka Edda Freysteinsdóttir

Skráning 21. janúar: Skráðu þig hér
Nánari upplýsingar: andartak@andartak / asta@evolvia.is
Ásta s: 8668450 / Guðrún s: 8962396