Dragðu djúpt inn andann

AAHHbrosAndartakið endurspeglar hugarástand okkar og innri líðan. Lífið býr í andardrættinum – við öndum að okkur súrefni og um leið lífsorku og nærum hugann með djúpum andartökum. Þegar andardráttur okkar verður grunnur þá verður hugurinn og tilfinningar okkar að sama skapi grunnar og yfirborðskenndar og við missum einbeitinguna. Við hættum að njóta lífsins og verðum fangar hugans.

Öndunin er lykill að því að því að ná valdi yfir huganum, stýra viðbrögðum okkar og að glíma við streitu og álag. Meðvituð öndun  opnar vitund okkar fyrir því sem bærist innra með okkur – og við förum að njóta andartaksins til fulls.

Streita er stærsta vandamálið í heiminum í dag. Einkenni streitu eru til dæmis kvíði, einbeitingarskortur, neikvæðar hugsanir, hækkaður blóðþrýstingur, lélegt ónæmiskerfi og hraðari öldrun.

Þeir sem stunda jóga reglulega tala um miklar breytingar á andlegri og líkamlegri líðan. Til dæmis tala þeir um að þeir finni síður fyrir skammdegisþunglyndi.  Annað sem reglulegir jógaiðkendur tala um er aukin orka, meiri lífsgleði. aukinn hæfileiki til að slaka á.

Lesa allan pistilinn hér

Comments are closed.