Gleðilegt ár!

??????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????Við tökum á móti nýju ári með gleði í hjarta. Hér að neðan er hægt að skoða yfirlit yfir námskeiðin okkar í byrjun árs. Fyrsti jógatíminn er á mánudaginn kemur – 8. janúar kl 17.15 í Bústaðakirkju – gengið inn að neðan. Allir velkomnir að koma í prufutíma.

Lífsorka, hamingja og hugleiðsla

Kundalini jóga fyrir innri styrk og jafnvægi í daglegu lífi. Fjölbreyttir tímar í kundalini jóga – jóga upplifunar.

Jóga, slökun og hugleiðsla. Við sækjum í viskubrunn Kundalini jóga og innra með okkur sjálfum. Við lærum leiðir til þess að kynda undir lífsorkuna og finna friðsældina innra með okkur mitt í amstri dagsins. Mán og fim kl 17.15. Val um að koma einu sinni eða tvisvar í viku. Nánar hér: Lífsorka, hamingja og hugleiðsla. Skráning hér: Skráningarskjal

Djúpslökun og hugleiðsla

Námskeið með áherslu á að endurnærast og kynnast töfraheimum hugleiðslu og kyrrð hugans. 4 vikna námskeið – einu sinni í viku hefst mánudaginn 15. janúar.
Mánudaga kl 19-20. Nánar hér: Djúpslökun og hugleiðsla Skráning hér: Skráningarskjal

ÉG 2018

Stutt námskeið í byrjun árs þar sem við opnum glugga inn í nýtt ár og málum myndina sem við viljum birta á næsta ári.  Hvernig vilt þú hafa þitt 2018?  Þínar tölur fyrir árið 2018.   Sjá nánar hér: Ég 2018.

Jólagjafir sem næra sjálfið

????????????????????????????????????????????????????????????????Dagskráin okkar á vorönn er rík af tækifærum til að næra okkur sjálf og lifa af heilu hjarta

ÉG – 2018. Stutt námskeið í byrjun árs þar sem við opnum glugga inn í nýtt ár og málum myndina sem við viljum birta á næsta ári.  Hvernig vilt þú hafa þitt 2018?  Þínar tölur fyrir árið 2018.  Ath. afsláttur fyrir þá sem staðfesta fyrir 23. desember.  Sjá nánar hér: Ég 2018.

Djúpslökun og hugleiðsla. Námskeið með áherslu á að endurnærast og kynnast töfraheimum hugleiðslu og kyrrð hugans. 4 vikna námskeið – einu sinni í viku. Sjá nánar hér: Djúpslökun og hugleiðsla.

Lífsorka, hamingja og hugleiðsla. Sjálfstætt framhald af námskeiði haustannar. Kundalini jóga, slökun og hugleiðsla. Hver tími er einn og hálfur tími og því nægt rými til að eiga góða og endurnærandi stund með sjálfum sér og uppsprettunni í hjartanu. Tvisvar í viku. Nánar: Lífsorka, hamingja og hugleiðsla

images-6Einkatímar og ráðgjöf þar sem þú og þínar þarfir ráða ferðinni. Tækifæri til að vaxa, endurnærast, sleppa, heila og finna hvað þú þarft til að blómstra. Nánar hér: Einkatímar og ráðgjöf / markþjálfun, bowen meðferð, hómópatía, jógísk talnaspeki, jógísk ráðgjöf, jógaþerapía.

Jóga í Bústaðakirkju

SJORE_04092014_MG_7382_PPNý námskeið hófust í september. Enn er hægt að koma inn í námskeiðin.

Lífsorka, hamingja og hugleiðsla:

Kundalini jóga fyrir innri styrk og jafnvægi í daglegu lífi. Fjölbreyttir tímar í kundalini jóga – jóga upplifunar. Kennt verður tvisvar í viku mánudaga og fimmtudaga kl 17.15 í Bústaðakirkju. Val er um að koma einu sinni eða tvisvar í viku.

Við sækjum í viskubrunn Kundalini jóga og innra með okkur sjálfum. Við lærum leiðir til þess að kynda undir lífsorkuna og finna friðsældina innra með okkur mitt í amstri dagsins. Nánar hér

Djúpslökun og hugleiðsla:

Námskeið með áherslu á að endurnærast og kynnast töfraheimum hugleiðslu og kyrrð hugans. Kennt verður einu sinni í viku á mánudögum kl 19-20 í Bústaðakirkju.

Á þessu námskeiði njótum við þess að vera leidd inn í djúpa og endurnærandi slökun og endum svo tímann á hugleiðslu. Einnig verður boðið upp á gong slökun. Nánar hér

Sumarfrí í Andartaki

KN-myndVið hjá Andartaki erum komin í sumarfrí. Við hlökkum til að sjá ykkur hress og endurnærð í haust. Þá hefjast námskeið að nýju í Bústaðakirkju. Ef þú vilt fylgjast með þá er um að gera að skrá sig á póstlistann. Þú getur skráð þig hér á síðunni eða sent tölvupóst á andartak hjá andartak.is og beðið um skráningu á póstlistann.

Í byrjun september hefjast námskeið að nýju í kundalini jóga og í djúpslökun og hugleiðslu. Einnig tímar í einstaklingsmiðaðri ráðgjöf, meðferð og markþjálfun.

Einnig hefst í haust kennaranám í kundalini jóga

Gleðilegt sumar!

 

Ný námskeið eftir páska

flower-spores_9371_600x450Vorhreingerning á líkama og sál. Tvö ný vornámskeið að hefjast í Andartaki eftir páska. Námskeiðin hefjast bæði mánudaginn 1. maí og standa í fimm vikur.

Lífsorka, hamingja og hugleiðsla

Kundalini jóga fyrir innri styrk og jafnvægi í daglegu lífi. Fjölbreyttir tímar í kundalini jóga – jóga upplifunar. Áhersla verður lögð á að skoða hvernig við getum sótt okkur endurnæringu á fljótlegan hátt í gegnum jóga, öndun og hugleiðslu í daglegu lífi og yfir sumarið.
Mánudaga og fimmtudaga kl 17.15Nánar um námskeiðið: Lífsorka, hamingja og hugleiðsla

Djúpslökun og hugleiðsla

Námskeið með áherslu á að endurnærast og kynnast töfraheimum hugleiðslu og kyrrð hugans. Á þessu námskeiði ætlum við að njóta þess að vera leidd inn í djúpa og endurnærandi slökun og gefum þannig líkamanum færi á að græða sig sjálfan og finna farveg fyrir orkuflæði þar sem stíflur hafa myndastMánudaga kl 19 – 20.Nánar um námskeiðið: Djúpslökun og hugleiðsla
 

Kennaranám í kundalini jóga

Plakat-myndHefst í september 2017

Kynning á náminu:

Í Bústaðakirkju, mánudaginni, 27. mars kl 19.00. Gengið inn neðan frá

Námið er viðurkennt af Yoga alliance – alþjóðlegum samtökum jógakennara.

Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námsgjalda fyrir sína félagsmenn. Kannaðu málið hjá þínu stéttarfélagi.

Kennaranám í Kundalini jóga eftir forskrift Yogi Bhajan er ferðalag sem veitir þér nýja sýn á sjálfa-n þig og lífið. Hvort sem þú hefur áhuga á að dýpka þína eigin upplifun og skilning á Kundalini jóga eða vilt öðlast jógakennararéttindi þá er þetta tækifæri til að virkja kraftinn sem býr innra með þér.

Lesa nánar um námið hér: Kennaranám í Kundalini jóga

ÉG – 2017

success-846055_1920Vegna fjölda áskorana höfum við ákveðið að endurtaka þetta frábæra námskeið.
Þriggja tíma námskeið þar sem við skoðum árið sem er að hefjast.
Markþjálfun, talnaspeki, slökun og hugleiðsla.
Námskeiðið verður haldið þriðjudaginn 7. febrúar kl 17-20
Innifalið í námskeiðinu: Einkatími í markþjálfun

Hvernig sérðu ÞIG fyrir þér árið 2017?

Sjá nánar um námskeiðið hér: ÉG-2017.   Skráning hér

Umsagnir þátttakenda á síðasta námskeiði:

Ég var ánægð með námskeiðið. Það gaf mér mikla ánægju og gleði og ýtti undir þá ákvörðun mína að fara hugsa betur um sjálfa mig.
Álfheiður Erla Sigurðardóttir.

Sjá fleiri umsagnir hér

Ný námskeið að hefjast

abstract-silhouette-birds-flying-beautiful-sunset-sky-photograph-59908197Ný námskeið að hefjast í Andartaki á vorönn:

Lífsorka, hamingja og hugleiðsla hefst mánudaginn 16. janúar. Á námskeiðinu sækjum við í viskubrunn Kundalini jóga og innra með okkur sjálfum. Við lærum leiðir til þess að kynda undir lífsorkuna og finna friðsældina innra með okkur mitt í amstri dagsins. Hér er hægt að lesa meira: Lífsorka, hamingja og hugleiðsla. Og skráning er hér.

Slökun, hugleiðsla og næring andans verður einu sinni í viku og byrjar mánudaginn 16. janúar. Á þessu námskeiði ætlum við að njóta þess að vera leidd inn í djúpa og endurnærandi slökun og gefum þannig líkamanum færi á að græða sig sjálfan og finna farveg fyrir orkuflæði þar sem stíflur hafa myndast. Nánar um námskeiðið hér: Slökun, hugleiðsla og næring andans. Skráning hér

ÉG – 2017?  Þriggja tíma námskeið sem var sunnudaginn 8. janúar. Og verður endurtekið síðar í janúar. Tækifæri til að opna hugann fyrir ÞÍNUM draumum og þrám í byrjun árs og skoða hvernig þú getur látið óskir þínar rætast á komandi ári. Nánar hér.: ÉG – 2017.  Skráning fer fram hér.

Nýtt ár, nýtt ljós

ljos-stigiNýtt ár markar nýtt upphaf. Ljósið hefur fæðst á ný í myrkrinu, sólin byrjar að hækka á himninum og dagurinn lengist smátt og smátt. Við komum aftur til starfa vonandi með endurnýjaða krafta og löngun til að takast á við áskoranir komandi árs. Nýtt ár er þannig tækifæri til að horfa á lífið í nýju ljósi og jafnvel velja og forgangsraða upp á nýtt.

Ef við skoðum árið 2017 út frá talnaspeki þá færir árið okkur nýtt upphaf, fræ sem við sáum, ný vitund til að vaxa inn í, ný verkefni og nýjar víddir. Lesa meira: Nýtt ár, nýtt ljós

 

Jólagjafir sem næra sjálfið

0_459cc_b7997026_xlDagskráin okkar á vorönn er rík af tækifærum til að næra okkur sjálf og sækja sólina innra með okkur. Nánar hér: Jólagjafir sem næra sjálfið.

ÉG – 2017. Stutt námskeið í byrjun árs þar sem við opnum glugga inn í nýtt ár og málum myndina sem við viljum birta á næsta ári.  Hvernig vilt þú hafa þitt 2017?  Þínar tölur fyrir árið 2017. Ath. afsláttur fyrir þá sem staðfesta fyrir 23. desember. Sjá nánar hér: Ég 2017.

Slökun, hugleiðsla og næring andans. Námskeið með áherslu á að endurnærast og kynnast töfraheimum hugleiðslu og kyrrð hugans. 10 vikna námskeið – einu sinni í viku. Sjá nánar hér: Slökun, hugleiðsla og næring andans.

Lífsorka, hamingja og hugleiðsla. Sjálfstætt framhald af námskeiði haustannar. Kundalini jóga, slökun og hugleiðsla. Hver tími er einn og hálfur tími og því nægt rými til að eiga góða og endurnærandi stund með sjálfum sér og uppsprettunni í hjartanu. Tvisvar í viku. Nánar: Lífsorka, hamingja og hugleiðsla

Einkatímar og ráðgjöf þar sem þú og þínar þarfir ráða ferðinni. Tækifæri til að vaxa, endurnærast, sleppa, heila og finna hvað þú þarft til að blómstra.   Nánar hér: Einkatímar og ráðgjöf / markþjálfun, bowen meðferð, hómópatía, jógísk talnaspeki, jógísk ráðgjöf, jógaþerapía.

Hér er hægt að hafa samband: gudrun@andartak.is / Guðrún s: 896 2396