Annað stig: Heilsteypt sambönd

Bogmaður25.-30. apríl 2019 í Skálholti með Shiv Charan Singh

Nánari upplýsingar koma síðar. Hér að neðan er um síðasta námskeið – Lífsorka og streita sem var í apríl 2017.

“Kundalini Yoga is simply the uncoiling of yourself to find your potential and your vitality and to reach your virtues. There is nothing outside, everything is you. You are the storehouse of your totality.”  —Yogi Bhajan

Skráning hér: Skráningarskjal fyrir annað stig – Lífsorka og streita

Lífsorka og streita er 6 daga námskeið í Skálholti og með úrvalskennurum þar sem við skoðum leiðir til þess að:
 • Vinna með og koma jafnvægi á langvarandi streitu og þreytu í lífi okkar
 • Meta, efla og endurheimta lífskraftinn innra með okkur
 • Vekja andlega stríðsmanninn, heilarann, leiðtogann og kennarann innra með hverjum þátttakanda
 • Byggja upp huglægt, tilfinningalegt og andlegt úthald til að takast á við áföll og erfiðleika sem verða á vegi okkar í lífinu.

“In this game, mastery is the goal. When your enemy is stress, you begin to lose our mind slowly … Do you understand how your stress pattern works? I give (these teachings) to you because they are effective and so you know them, and can practice them, and enjoy and prosper.”  Yogi Bhajan

Breytingar eru streituvaldur sem kalla á hæfileika okkar til að bregðast við og aðlagast.  Lífsorka er hæfileiki taugakerfisins og innkirtlakerfisins til að aðlagast. Innri styrkur okkar og tíðni gefa okkur færi á að leiðbeina öðrum í gegnum áskoranir lífsins.
 • Lærðu að þekkja einkenni streitu hjá sjálfri / um þér og öðrum
 • Lærðu að skilja og bera saman eiginleika lífsorku, streitu og slökunar
 • Skoðaðu streitupersónuleikann þinn og hvernig streitubyrðin þín lítur út
 • Léttu á þunglyndi og tilfinningalegri þreytu
 • Losaðu, slakaðu, endurnærðu þig í gegnum hugleiðslu og kríur
 • Við byggjum upp kjarna lífsorku okkar, úthald hugans og andlegan tærleika
 • Hver er munurinn á tilfinningu og tilfinningaróti?
 • Getum við kallað fram jákvæðar tilfinningar til að höndla betur streitu?
 • Hvaða eiginleikar og viðhorf verja okkur frá áhrifum streitu?

Að námskeiðinu loknu hefur þú góða innsýn og getur auðveldlega fjallað um streitu og getur leitt sjálfa-n þig áfram svo þú megir búa við innri lífskraft, hugarfarslegt  úthald og góða andlega tengingu.

“Stress is not from any outside quarter. Stress is when an outside pressure is not matched and overcome by your inside intelligence.”  Yogi Bhajan 4/10/80

Kennararnir: 

Unknown-3Shiv Charan Singh er eftirsóttur kennari og andlegur ráðgjafi sem býr yfir einstaklega mikilli dýpt, fagmennsku og reynslu. Hann hefur í yfir 30 ár kennt út um allan heim bæði hópum og einstaklingum kundalini jóga. Shiv er stofnandi og forstöðumaður alþjóðlega Karam Kriya skólans sem þjálfar kundalini jógakennara víðs vegar um heiminn, andlega ráðgjafa og ráðgjafa í hagnýtri talnaspeki (Karam kriya) .

Sem ungur maður lenti Shiv í nokkrum nær dauða upplifunum og hefur sú reynsla gefið honum dýpri skilning á lífið og

dauðann. Að hitta Shiv og njóta nærveru hans er tækifæri til að sjá lífið frá öðru sjónarhorni og upplifa eitthvað óvænt, töfrandi og ferskt.

Shiv hefur skrifað bækur og greinar um mismunandi hliðar andlegs lífs, þ.á.m. bókina Let the Numbers Guide You. Í kennsluaðferðum sínum er Shiv hvorki pólitískur né sjálfhverfur. Hann hefur mikla útgeislun, er skemmtilegur og talar af einlægni og hógværð. Framar öllu er hann hlýr og sýnir fólki samhygð, sama hver staða viðkomandi er eða bakgrunnur.

Shiv er búsettur í jógamiðstöðinni Quinta Do Rajo í Portúgal ásamt konu sinni Satyu Kaur og börnum. Hann var valinn „Kennari ársins 2014“ af Kundalini Rsearch Institute.

Bibi-NanakiBibi Nanaki Kaur er sjálfstætt starfandi ráðstefnutúlkur og kundalini jógakennaraþjálfari. Hún hefur kennt kundalini jóga í tæp 20 ár og frá árinu 2003 hefur hún kennt kennaranemum um allan heim. Bibi Nanaki hefur lært Gatka

bardagalist, Karam Kriya og spilar á gong. Um þessar mundir er hún að læra jógaþerapíu. Í kundalini jógakennslu sinni hefur Bibi Nanaki lagt mikla áherslu á sjálfsmeðvitund (e: Self Awareness) og sjálfsheilun (e: Self Healing)